Læknum heiminn!
14.7.2007 | 19:36
Hugsum sem svo að húsið þitt sé að brenna og þú hefðir aðeins tíma til að bjarga örfáum hlutum úr brennandi húsinu. Myndir þú segja við sjálfan þig, "ef ég get ekki bjargað öllu þá er alveg eins gott að láta allt brenna".
Við getum heimfært þessa hugsun við þá ringulreið og sársauka sem er í heiminum í dag. Við getum ekki fjarlægt allan sársaukann eða ringulreiðina sem er í heiminum en við getum lagt okkar af mörkum að gera hann betri. Viska Kabbalah kennir okkur það að jafnvel ef við getum aðeins hjálpað einum einstakling, þá er það eins og við hefðum bjargað öllum heiminum. Ef allir reyna að leggja sig fram og hjálpa aðeins einum einstaklingi til að eignast betra líf þá yrði heimurinn fljótur að breytast til batnaðar.
Hverjum getur þú hjálpað í dag?
Athugasemdir
Aldeilsi fínt blogg hjá þér og frábær boðskapur. Takk fyrir. Ég ætla að gera lista yfir gjafirnar mínar... og svo ætla ég að nota þær alltaf.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.7.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.