Rís þú upp!

Kabbalah útskýrir að í okkar lífsins göngu þá er aldrei lagt meira á okkur en við getum höndlað.

Þegar þú finnur þig á þeim stað að þú getir hreinlega ekki tekið við meira, þá er það gott!  Ekki sætta þig við það lengur, víkkaðu út sjóndeildarhringinn, horfðu út fyrir þín takmörk, þitt ker, þinn eiginleika að meðtaka, halda og eiga, svo að þú getur risið uppúr því sem vill þrýsta þér niður og víkkað út þitt ker svo þú getir haldið áfram að vaxa og dafna.

Á hvaða sviði lífsins vilt þú rísa upp? Hvernig getur þú hvatt þig áfram til þess að verða allt það sem þú getur orðið?

RiseUp!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Með fullri virðingu þá þarf ofurheilaþveginn nútímamaðurinn alls ekki á költum að halda. Hann þarf fyrst og fremst sjálfstæða hugsun. 

Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Ég er sammála Baldri með sjálfstæða hugsun og það er akkurat það sem Kabbalah kennir, ein af fyrstu reglum Kabbalah er sú, ekki trúa mér sannreyndu alla  hluti við þitt líf, þú átt ekki að trúa þú átt að vita með fullvissu þar er mikill munur á.

Ég er ekki sammála um að Kabbalah sé trúarbrögð og alls ekki költ, en ég er sammála Erlingi um það að Kabbalah opnar nýjar dyr og gerir þér kleift að skilja andlega hluti, Kabbalah er handbók fyrir sálina og veitir þér aðgang að upplýsingum sem gerir þér kleift að skilja hvernig hinn andlegi heimur virkar og hvaða lögmál og leikreglur eru í gangi svo að þú getir vaxið og blómstrað.

Kaleb Joshua, 26.7.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband