Hvað er í matinn?

Eiginmaðurinn fer til læknisins og segir "Læknir, ég er í miklum vandræðum með konuna mína.  Hún vill hreinlega ekki viðurkenna að hún sé heyrnalaus:" Læknirinn svarar honum, prófaðu þetta þegar þú kemur heim, þegar þú kemur innum dyrnar, hrópaðu þá, elskan hvað er í matinn í kvöld? Ef þú færð ekkert svar, færðu þig þá aðeins nær og spurðu aftur, færðu þig nær og nær þar til hún svarar.

Eiginmaðurinn ákveður að prófa þetta og um leið og hann kemur innum dyrnar þá kallar hann, " Elskan hvað er í matinn?" Hljóðlega færir hann sig nær og spyr aftur hvað sé í matinn, loks er hann nokkrum sentímetrum frá konu sinni og ákveður að hrópa "Elskan, hvað er í matinn?" Hún snýr sér að honum og segir, í fjórða og í síðasta sinn segi ég þér, við höfum súpu í kvöld.

Gallarnir sem við sjáum í fari annarra eru oft þeir gallar sem við berum ekki að viðurkenna að séu í raun til staðar í lífi okkar. Hugsaðu um þetta í dag, þegar þú sérð hegðun annarra sem fer í taugarnar á þér spurðu þá sjálfan þig um leið " hegða ég mér með sama hætti?"

súpa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband