Eru tvær hliðar á þér?

Kabbalah kennir okkur að það séu tvær hliðar á hverjum einstaklingi: hver við erum og hver við getum orðið. Hver við getum orðið það er staðurinn þar sem við viljum vera á. Þar eru okkar möguleikar og tækifæri. Þetta er staðurinn sem hugurinn leitar á þegar við eru spurð, "ef þú gætir verið hvað sem er í lífinu hvað yrði fyrir valinu?  

Hvert leitar hugur þinn þegar þú þarft að svara spurningu líkt þessari. Getur þú leyft þér að sjá fyrir þér fullkomna útgáfu af þér. 

Í dag sjáðu fyrir þér endurbætta útgáfu af þér. Því meira sem þú gerir það, því hraðar munt þú þróast í þá átt.

tvær hliðar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Blessaður...

Það sem þú ert að tala um er bara að vera jákvæður. Ef þú hugsar jákvætt um hlutina ertu heppinn í lífinu og allt gengur þér í hag. En með neikvæðninni ertu að hleypa neii inn í lífið og ert bara misheppnaður. Alltaf að vera jákvæður og smæla framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig. Ekki satt??

Fishandchips, 8.8.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Séð með augum hins takmarkaða huga eða egósins sem lifir í hinum rökræna heimi get ég ekki séð fullkomnun, því ef eitthvað er fullkomið skv. heimi andstæðanna er ekki hægt að gera betur. Í raun erum við "fullkomin" - óendanlegar eilífðarverur - hvað sem það nú er - ég leitast við að fara handan við hugann, handan við blæju gleymskunnar sem ég undirgekst þegar eitthvað af mér ákvað að koma inn í jarðarhandritið, inn í tíma og rúm til að muna svo aftur í gegnum mismunandi reynslu, hver ég er.

Vilborg Eggertsdóttir, 9.8.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband