Notaðu daginn vel!

rhprep_top 

Í dag er mikilvægasti dagur ársins. Í orðsins fyllstu merkingu. 

Til að útskýra hvað ég á við þá er dagurinn í dag sá síðasti í kabbalisku dagatali. Þetta er upplagt tækifæri til að binda lausa enda og ljúka því sem þú hefur slegið á frest, t.d. ef þú hefur frestað að biðjast afsökunar á því sem þú veist að þú hefðir átt að gera en hefur slegið á frest, hugleiða þá hluti sem þú vilt að komi í líf þitt á næsta ári. Í sannleika sagt þá höfum við nokkrar stundir til að gera hreint fyrir okkar dyrum áður en tjaldið fellur niður á árið sem er að líða og tjaldið lyftist upp fyrir nýja árinu.

Ef þú hefur ekki heyrt af þessu áður, ekki hafa áhyggjur, notaðu þann tíma sem eftir er af þessu ári og gerðu tvo lista: Einn sem inniheldur allt það sem þú vilt fjarlægja úr lífi þínu, og einn sem innheldur allt það sem þú vilt að komi í líf þitt, hvort sem það sé í lífi þínu eða ekki. Þessir tveir listar munu verða leiðarljós fyrir þig fyrir næstu komandi daga. Og vertu óhrædd(ur) það er ekkert sem að meitlast í stein og þú getur ávalt breytt þínu lífi.

 En eins og sagt er " ef þú veist ekki hvert þú stefnir, hvernig munt þú þá komast á leiðarenda?"

rosh hashana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband