Til hamingju með daginn!
13.9.2007 | 14:14
Í dag er mikilvægasti dagur ársins. Aftur!
Þetta er fyrsti dagurinn í nýju kabbalisku ári. Mannkynið (sál mannsins) er 5768 ára gamalt í dag. Og sem hluti af mannkyninu þá átt þú afmæli í dag. Þar að segja frá því að sál þín fæddist.
Í hinum efri heimum þá er verið að fara yfir okkar skjöl til að meta og dæma okkar gjörðir og orð sem við höfum framkvæmt og látið falla- þær ákvarðanir sem við hefðum getað gert með öðrum hætti, þau orð sem við höfum látið falla þegar við hefum getað valið betri orð, sá tími sem við hefðum getað nýtt betur en kusum að sóa. Svo í neðri heimum eða á jörðinni, þá gætir þú fundið fyrir þunga, spennu og jafnvel sársauka þegar þú átt í samskiptum við aðra í dag og á morgun.
Á sama hátt og sáðkornið innheldur allar upplýsingar um hversu stórt tréð verður, hversu margar greinar það mun bera, hversu mikinn ávöxt það mun bera. Þá hefur þú tækifæri í dag til að planta niður sáðkornum sem muna stuðla að jákvæðum breytingum fyrir næsta ár í lífi þínu. Svo að okkar takmark í dag er að hegða okkur með þeim sama hætti í dag og þú vilt sjá líf þitt verða allt næsta ár og hugsa aðeins jákvæðar hugsanir í dag og á morgun - þrátt fyrir að það sé andrúmsloft uppgjörs og dóma sem kemur af ofan í dag og á morgun. Plantaðu þá samt sem áður eins mörgum jákvæðum sáðkornum og þú getur fyrir þetta ár.
Hvernig fer ég að því? Vertu glaðari, rólegri, vertu sjálfsöruggur og meira tengdur við Ljósið en þú heldur að sé mögulegt.
Athugasemdir
Þetta ártal miðast við fæðingu frumsálarinnar Adam og Evu, sköpunin sjálf er eldri. Samkvæmt upplýsingum úr The Zohar.
Kaleb Joshua, 13.9.2007 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.