Glugginn er opinn!

glugginn er opinn 

Gluggi alheimsins er ennþá opin og það er enn tækifæri fyrir okkur að skrifa bréf til alheimsins, og biðja um allt það sem við viljum og láta af öllu því sem við viljum ekki. 

Í sannleika sagt þá er hver einasti dagur sá mikilvægasti á árinu eins klisju kennt og það hljómar. Af hverju? Því að dagurinn í dag er sá eini sem við getum haft áhrif á til góðs. Í dag er eini dagurinn sem að við getum afhjúpað Ljós. Eða réttara sagt þar til á morgun.

Svo að með sama hætti og í gær, hafðu þína eigin hugsjón um fullkomnun. Ekki láta erfiða einstaklinga og erfiðar kringumstæður ná til þín og slá þig útaf laginu. Deildu með þér í dag eins og þetta sé síðasti dagurinn sem þú getur deilt og gefið af þér - vegna þess á morgun verður gærdagurinn horfin ásamt þeim tækifærum sem koma ekki aftur. Ég er ekki að segja að þú þurfir að vera undir streði og álagi vegna þess að sérhver dagur sé eins og sá síðasti til að afhjúpa ljósi í heiminn, heldur frekar að höndla sérhvern dag eins hann væri þinn síðasti og nýta hvern dag vel bæði til að afhjúpa ljós inní heiminn og njóta þess að vera til sérhvern dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband