Hefur þú einhvern tímann mætt vandamáli sem ekki er hægt að leysa?
18.9.2007 | 23:12
Hefur þú einhvern tíman mætt vandamáli sem ekki var hægt að leysa? Ekki ég heldur, ef það myndi gerast þá myndi ég fylgja ráðum mikils kabbalista Rav Ashlag sem sagði meðal annars: Í stað þess að berja hausinn við steininn í þeirri von að reyna að leysa málin, beindu þá athygli þinni á þau svæði lífs þíns þar sem þú hefur góða yfirsýn og gott flæði, fyndu leið til að vera glaður. Gerðu meira af því sem þú ert góður í. Syngdu fleiri söngva sem þú kannt. Vertu þú sjálfur og dragðu fram þá góðu kosti sem þú býrð yfir nú þegar, og láttu þá góðu yfirsýn og það góða flæði sem þú átt núna brjóta niður þá veggi sem þú kemst ekki yfir.
Af öllum gjörðum eru afleiðingar, ef við setjum orku okkar í það að vera neikvæð þá er það sú orka sem við drögum að okkur, ef við einblínum á jákvæðni og virkjum þá góðu hluti sem við höfum nú þegar í lífi okkar þá munt þú fá meira ljós inní þitt líf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.