Ert þú langrækinn?
30.9.2007 | 11:39
Heldur þú skrá yfir þá sem hafa komið illa fram við þig?
Í okkar samböndum, í vinnunni, eða bara almennt í lífinu, þá held ég að það sé óhætt að segja að flestir gera það að einhverju leiti, "ég heyri þig nú hugsa, ég er ekki hefnigjörn manneskja." En hversu oft hefur þú sagt við sjálfan þig, " ég læt hann / hana nú ekki komast upp með þetta!?"
Við gerum það öll að einhverju mæli, höldum utanum hverjir skulda okkur og hverjum við skuldum- á neikvæða mátann. Þetta er mjög ókabbalisk hegðun vegna þess það er ekki á okkar könnu að ákveða hver fær blessun og hver fær vanblessun, það er aðeins ljósið sem ákvarðar það.
Í dag, ef einhver snertir viðkvæma strengi hjá þér, mundu þá, þetta er ekki þitt vandamál. Þú hefur um mikilvægari hluti að hugsa, og það er ekki um hvernig þú ætlar að jafna um hann eða hana, heldur um þá staðreynd að þinn tími og orka er of verðmæt til að sóa þeim í reiði, hatur og langrækni. Í næsta skipti þú lendir í aðstöðu þar sem einhver kemur illa fram við þig, gakktu þá bara áfram og dustaðu rykið af þér. Lögmál gjörða og afleyðinga mun vinna sína vinnu fyrir okkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.