Verum glöð!
1.10.2007 | 20:47
Líttu í kringum þig. Það er mikið að óhamingjusömu fólki í heiminum. Hvernig má það vera að flestir séu ekki hamingjusamir? Var það ætlun skaparans að búa til heim í þeim eina tilgangi að við gætum verið vansæl og þjást daginn út og inn?
Nei, heimurinn var skapaður fyrir mannkynið til að njóta, þar sem öll sköpunin gæti lifað saman í einingu og gleði.
Ef það er satt, hvað er það þá sem eyðileggur okkar gleði og hindrar okkur frá því að vera hamingjusöm? Áður en við getum svarað þeirri spurningu, þá verðum við að finna meinið fyrir óhamingjunni; á sama hátt og læknir getur ekki sagt hvað sé að án þess að leita einkenna áður en hann greinir sjúkdóminn.
Það mikilvægasta sem við þurfum að læra ef að við viljum sannarlega vera hamingjusöm, er það að vera þakklát fyrir það sem við höfum nú þegar og ekki öfunda aðra af því sem þeir hafa.
Öfund er meinið sem orsakar alla óhamingju. Þráin eftir því að eignast það sem annar á, og vera stöðuglega upptekin af því, lætur okkur missa sjónar af því að vera þakklát fyrir allt það yndislega sem við eigum. Þetta veldur síðan því að það skapast fölsk tilfinning um skort, sem leiðir að lokum til vanlíðan og óhamingju.
Kabbalah kennir okkur að það sé í raun enginn sönn efnisleg hamingja heldur aðeins andleg. Hver sá sem er ríkur andlega er meiri glaður og hamingjusamari heldur en sá sem er fátækur andlega en ríkur í hinu efnislega.
The Ari, einn af mestu kabbalistum allra tíma, er þekktur og minnst af því að hafa lifað lífi sínu í algjöri gleði og hamingju. Það er mín einlæga ósk að þú megir líka ná þessu stigi að lifa í stöðugri gleði og hamingju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.