SANDKORN LÍFSINS.
4.10.2007 | 19:03
Í bók dýrðarinnar (The Zohar) er gjörðum okkar líkt við lítið sandkorn á vogaskál. Taktu eftir því að það er ekki talað um steina eða grjót eða aðra stóra hluti. Í hans eigin orðum, Rav Shimon Bar Yochai ( höfundur The Zohar) er hann að segja okkur það að við vitum aldrei hvaða sandkorn (gjörðir okkar) mun snúa voginni okkur í hag eða gegn okkur. Í hvert sinn sem þú gefur af þér og hvert skipti sem þú framkvæmir útfrá sjálfselsku þinni þá endar það á vogaskálinni - hvort það sé vogaskál blessunar eða vanblessunar er undir okkur komið.
Þegar spurt er, hvað er hægt sé að gera til að spyrna við hörmungum lífsins - hungursneið barna í Asíu, eyðnifaraldur í afríku, stríðinu í Írak - þá er svarið það sem kabbalistar hafa kennt í þúsundir ára - breyttu sjálfum þér. Veittu vini þínum þessar fimm mínútur sem þú hefur ekki tíma fyrir þegar þú ert að rjúka á mikilvægan fund, komdu fram við þína keppinauta með virðingu og sanngirni, sýndu þeim kærleika sem þér mislíkar við- það er með þessum hætti sem við breytum heiminum.
Í dag, stuðlaðu að bættri heimsmynd með því að gera það sem þú getur gert, heima fyrir, í skólanum, í vinnunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.