Um hvað ertu að hugsa?

um hvað ertu að hugsaMargir undrast það þegar þeir komast að því að þeir séu meira og minna allan daginn í hugleiðslu.  Stundum er það meðvitað og stundum ómeðvitað, við erum stöðuglega að nota okkar verðmætu orku í það að hafa áhyggjur af sérhverju smáatriði og þar uppúr.  Þú gætir verið að hugsa um leiguna, heilsuna, sambönd og vináttu, hádegismatinn, og við getum lengi fyllt í eyðurnar.

Í dag, af hverju beinir þú ekki hugsunum þínum að einhverjum lærdómi eða leiðbeiningum, eitthvað sem getur í raun og veru fært þig áfram og bætt?  Kabbalistar mæla með því að taka frá tíma þar sem þú ert ein(n) með sjálfum þér, með augun lokuð, og einbeina þær að þeim andlega lærdómi eða leiðbeiningum sem þú ert að vinna með að hverju sinni.

Með því að gera þetta þá verður þú meðtækilegri til að draga af lærdóminum inní þína meðvitund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Ég er sko ekki úr Eyjum hann er hálf bróðir minn. Kannast sennilega við mig annarstaðar frá. Ég hef ekkert verið í Eyjum sko , nema sem gestur.

Ég er sko rosalega léleg að hugleiða, er með athyglisbrest og hugurinn minn kominn  til Kúala lúmpúr eða eitthvað áður en ég veit af. En ég æfi mig reglulega.

Helga Dóra, 28.11.2007 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband