Hinir dásamlegu veiku blettir

veiku blettirnirÖll höfum við svið í okkar lífi þar sem okkur hefur reynst erfitt að breyta, og eru oft til staðar jafnvel eftir að við teljum okkur hafa sigrast á þeim, við getum kallað það veiku blettina í okkar lífi.  Fyrir suma, þá getur reynst auðvelt að vera andlegur og til fyrirmyndar heima fyrir eða í því umhverfi sem þeir þekkja og finna sig örugga í, en síðan þegar sami aðili finnur sig í kringumstæðum sem hann þekkir ekki eða hefur ekki stjórn yfir þá getur komið allt önnur manneskja fram á sjónarsviðið, en það er önnur ella.  Síðan eru aðrir sem geta verið fullir umburðarlyndi og tillitssemi til ókunnugra og er þeim í raun auðvelt, en þegar nákomnir eiga í hlut þá er oft eins önnur manneskja komi fram, við eigum nefnilega oft erfitt með það að bregðast ekki við okkar umhverfi og láta undan þrýstingi, í stað þess að stjórna því sem hefur áhrif á okkur og velja sjálf hvað sé gott og hvað sé slæmt. 

Í dag, þá er gott að draga athygli á það svæði sem þú átt erfiðast með að gerast framsækinn, að gefa af þér ljós.  Þú munt fá ótaltækifæri og aðstoð, þrýsting til að eiga við þitt eðli, og það er í raun ástæðan fyrir því að fólk og erfiðar aðstæður eru að poppa upp í lífi þínu, og ef það séu sífelldar endurtekningar þá er það gott merki um svæði í lífi þínu sem þarfnast vinnu, þau eru send til að draga fram þá veiku bletti í lífi okkar og vekja okkur til meðvitundar, og ef þú leggur þig fram við vinna í þeim hlutum sem koma upp í hvert sinn, þá munt þú upplifa stórkostleg kraftaverk í lífi þínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband