Verði ljós!

Hvernig getum við fundið jafnvægi á milli daglegs lífs og andlega lífsins?

verði ljósÞú getur það ekki. Eina leiðin er að færa það andlega í allt sem þú gerir og tekur þér fyrir hendur.  Skiptir ekki máli hver vinnan er, þá er alltaf tækifæri til að koma með ljós í það umhverfi og því sem þú ert að vinna að.  Þú getur gert þetta með því að setja jákvæðar hugsanir og setja ljós í allt sem þú gerir, sama hvaða hlutverk sem þú kannt að hafa í lífinu, hversu smátt sem það kann að vera, þá er það risastórt ef þú skoðar málin út frá ljósinu.

Hvernig getum við sett meiri kærleik og umhyggju í vinnu þinni í dag?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Stórfínar pælingar hjá þér Hermann. Keep it up

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.12.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri hermann, en er það ekki það að setja jafnvægi í andlegt líf og daglegt líf, að lifa í andanum ?

að vera kærleikurinn í öllu sem þú gerir og ekki gerir.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæl Steinu, ég skil hvert þú ert að fara, ég var meira að benda á að við höfum ávallt tækifæri til að afhjúpa ljós, líka í hinu hversdaglega, að vera meðvitaður um að nýta sérhvert tækifæri til að setja aðeins meira í hlutina í stað þess að gera bara það sem til er ætlast.

Kaleb Joshua, 11.12.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

algjörlega sammála kæri bróðir !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 21:05

5 identicon

Þetta er sérkennileg pæling. Allt sem við gerum í daglega lífinu er andlega lífið okkar. Og það er sko svo sannarlega bæði ljós og myrkur í andlega lífinu eins og í því daglega. Og þar á hatrömm baráttan sér stað. Baráttan milli góðs og ills. Við getum kveikt allt ljós heimsins og samt lifað í myrkri ef við eigum ekki aðgang að hinu sanna ljósi, sem drottin vor Jesú Kristur kom með í heiminn. Það eru alls konar villuljós á ferðinni í daglegu og andlegu lífi okkar og við þurfum vera á varðbergi fyrir því hvaða ljós við meðtökum og hvaða ljós við erum að senda frá okkur. Jákvæðni þarf ekki endilega að vera andleg á neinn hátt, en hún er svo sannarlega betri en neikvæðni í daglegu lífi. Jákvæðar hugsanir og villuljós hafa og geta valdið mörgum skaðanum sem ekki verður aftur tekinn ef andinn er ekki réttur. Verum á varðbergi fyrir hvers konar villu og beinum hugum okkar og hjarta að hinum eina sanna kærleika og eina sanna ljósi - Ljósi lífsins, hins eilífa lífs, Jesú Krists.

Guðbjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæl Guðbjörg!

Ég held að þú sért að misskilja þetta með ljósið, þegar ég tala um ljós þá er ég að meina það að stuðla frekar að jákvæðni heldur en neikvæðni, það er ávallt okkar val hvort við viljum bregðast við umhverfinu eða skapa okkar eigið.  Og það gerist ekki nema að við kjósum að vera framsækin, að verða fyrri til. t.d. þegar þú átt í deilum við einhvern, að verða þá fyrri aðilinn til að stuðla að fyrirgefningu og sátt en ekki bíða eftir að hinn aðilinn komi til þín, ég vona að þú skiljir hvert ég er að fara.

Með ljós og blessun til þín.

Kaleb Joshua, 12.12.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Árni þór

Ljósið mitt heitir Jesús Kristur, reyndar er hann ljós heimsins...

Guð blessi ykkur

Árni þór, 12.12.2007 kl. 18:43

8 identicon

Sæll Hermann,

Ég skil hvað þú átt við og er ekki sammála þér nema að hluta. Ljós mitt eins og Árna Þórs er Jesús kristur. Og það skiptir öllu máli, hann dó fyrir syndir okkar, og fyrir hans náð fáum við fyrirgefningu. Auðvitað eigum við að vera jákvæð og vera fyrri til að fyrirgefa. Fólk er bara að nota alls konar ljós til að vinna með í andlegum tilgangi sem er ekki frá Jesú Kristi komið, samanber friðarsúluna í Viðey. Og sendir sitt eigið ljós út um allt, sem við vitum ekkert hvaða afleiðingar hefur fyrir okkur. Andlegt yfirskin og ljósagangur er ekki endilega ávísun á sannleika og réttlæti. Guð einn er sannleikur og réttlæti. Okkur mönnunum hefur tekist að skrumskæla sannleikann og búa til alls konar mannasetningar í andlegum tilgangi sem oft er vafasamur. Ég vona að þú eignist persónulegt vináttusambandi við lausnara þinn og frelsara, Jesú Krist, og þá muntu kynnast því að eigin raun sem ég er að tala um. Guð veri með þér.

Guðbjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:24

9 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæl Guðbjörg!
Það gleður mig að þú og Árni hafið fundið ykkar ljós í jesú, en við skulum fara varlega í það að dæma hvaða ljós er frá guði og hvað ekki,  og ekki gera ráð fyrir því fyrirfram að menn viti ekkert um guð eða jesú þótt þeir séu ekki á sömu skoðun, ef menn hafa fyrir því að rannsaka hlutina sjálfir þá munu þeir fljótt uppgötva að ekki er allt sem sýnist í því sem við köllum kirkja eða kristinn trú og fingraför manna er útum allt í gegnum söguna sem hafa akkúrat fjarlægst upprunann og hagrætt sannleikanum í eigin þágu,  ekki að ég hafi eitthvað á móti kristinni trú svo lengi sem ávöxturinn er góður og hún sé ekki notuð til skaða fólk og því síður til að stjórna því. 

Ljós og blessun

Kaleb Joshua, 13.12.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband