Mér þykir það leitt.
8.1.2008 | 00:02
Það eitt að biðjast afsökunar fjarlægir ekki sársauka þess sem óskað er eftir fyrirgefningu hjá. Það eitt að biðjast afsökunar hindrar þig ekki í því að bregðast við á sama hátt undir öðrum kringumstæðum eftir viku eða tvær. Til að leiðrétta þann sársauka sem þú hefur skapað öðrum, þá þarft þú að fjarlægja það myrkur sem fékk þig til að hegða þér með slíkum hætti fyrir það fyrsta.
Í öðrum orðum, sjáðu vandan, meðtaktu hann og gerðu þér grein fyrir að það sé myrkur þarna til staðar innra með þér, sama hversu mikið það kann að hræða þig. Því að um leið og þú hefur yfirstigið óttann við að viðurkenna það sem falið er í dýpstu skúmaskotum innra með þér, þá getur þú byggt á því og tekið fyrir það næsta sem er það að leggja sig allan fram við að fjarlægja það slæma úr eðli þínu.
Í dag, dragðu athygli þína að því myrkri sem þú hefur falið innra með þér. Þú munt kannski ekki fjarlægja það í einu skoti, enn þú getur byrjað á ferlinum sem mun fjarlægja myrkrið með því að vera meðvitaður um það og skjóta stöðuglega ljósi á myrkrið.
Athugasemdir
tak fyrir þetta hermann ingi.
Ég hef heyrt um grúppu frá Ástralíu sem setti í gang fyrirgefningar viku sem er haldið árlega. Núna er fyrirgefningarvikan frá 20. janúar til 26. janúar.
Alveg frábær hugmynd. Efni fyrirgefningarvikunnar er
Fjölskyldan
Vinir og kunningjar
Samstarfsfólk
Stjórnmálamenn sem hafa ólíkar skoðanir en maður sjálfur
Manneskjur frá ólíkum trúarbrögðum og með ólík þjóðerni en maður sjálfur.
Þær manneskjur sem eru látnar og tilheyra einhverjum af þeim sem ég skrifaði hérna að ofan.
Sjálfum sér.
Þetta er alveg frábært framtak og mjög mikilvægt að senda svona orku út
Því að fyrirgefa er það sem heldur lífinu á jörðinni í gangi. Ef við fyrirgefum ekki þá tortímum við okkur og Jörðinni.
Fyrirgefning er andardráttur lífsins.
Anda inn mótaka fyrirgefningu
Anda út að fyrirgefa.
Að fyrirgefa er í raun að skilja og að skilja leysir upp neikvæðni milli manneskja, trúarbragða, þjóðfélaga.
Ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 10:05
Tek heilshugar undir þetta, frábært framtak hjá Áströlum og svo sannarlega til eftirbreytni.
Með ljósi og blessun.
Kv. Hermann
Kaleb Joshua, 9.1.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.