Loftaðu út!
25.1.2008 | 09:15
Ef þú vilt vita hvernig líf þitt lítur út, kannaðu þá hugsanir þínar. Ef þér líkar ekki það sem þú sérð, breyttu því þá með því að skipta um hugarfar.
Flest okkar eru föst í hugsunarmynstri ótta, vonbrigða, reiði, og eftirsjá. Við endurvinnum sömu hauga hugsunina aftur og aftur. Það er svolítið kæfandi eftir smá tíma, ekki satt?
Í dag, opnaðu glugga huga þíns og loftaðu út, leyfðu ferskum blæ leika um huga þinn. Stingdu höfði þínu út um gluggann og sjáðu allt fólkið þarna úti. Kannski hugsanlegir vinir? Farðu til þeirra og talaðu við þau. Leitaðu eftir aðstoð óskast skiltinu, nýjum tækifærum, gæti verið hugsanlegur nýr starfsframi, gangtu inn og leggðu inn umsókn.
Sjáðu nýtt verða til, leyfðu, gleði og jákvæðum hugsunum að taka yfir til tilbreytingar.
Athugasemdir
Kæri Hermann, þakka þér fyrir að vilja vera bloggvinur minn. Þetta er mjög áhugaverð síða sem þú ert með hér, takk fyrir að minna mig á að "hreinsa út"
bestu kveðjur
Margret.
Margrét Guðjónsdóttir, 25.1.2008 kl. 20:37
Gott að fá þig í heimsókn Margrét.
Kv. Hermann
Kaleb Joshua, 25.1.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.