Ekki gleyma hver elskar þig!
27.1.2008 | 11:31
Hérna er eitthvað til að hugsa um: Ljósið elskar þig!
Ef ljós Skaparans er of framandi fyrir þig, settu þá hlutina í einfaldara samhengi. Sjáðu fyrir þér ótakmarkaða ást og umhyggju foreldra fyrir barni eða börnum sínum. Með sama hætti elskar Skaparinn okkur og ber umhyggju fyrir okkur. Það lítur kannski alltaf þannig út í huga okkar, en ef þér finnst að sambandið hafi slitnað þá eru skilningarvitin fimm að blekkja þig. Ef við stígum útfyrir hin fimm skilningarvit þá er kærleikurinn og ástin til staðar, ekkert nema ást.
Og ef Ljósið ( Skaparinn) elskar þig - og hefur trú á þér - hvernig getur þú þá í raun efast um sjálfa(nn) þig?
Mundu hver þú ert í raun í dag. Og aldrei gleyma hver elskar þig.
Athugasemdir
Spiderman elskar mig
DoctorE (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:43
Það er gott að vera elskaður ekki satt
Kaleb Joshua, 27.1.2008 kl. 11:59
Sæll Hermann, Jesú sem er ljós heimsins, hann elskar mig og þig og alla menn. Ég elska hann. Takk fyrir að minna mig á það. Hvernig nálgast þú skaparann og ljós hans án þess að þekkja Jesú og ljós sannleikans sem hann kom með í heiminn? kv. Gugga
Gugga (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:11
Það er besta mál Gugga, það er aldrei nóg af kærleikanum hvort sem hann er í jesú nafni, buddah, krisna eða hvaða nafni við kjósum að nota á bak við okkar sannfæringu, en varðandi spurninguna hvernig ég nálgast skaparann og ljós hans án þess að þekkja Jesú, það er einfalt mál, það eru ákveðin lög og reglur sem gilda í hinum andlega heimi, Abraham var sá fyrsti að rita þau niður og síðan Móse sem báðir eru Kabbalistar en eins og hef bent þér á að sá sannleikur sem Jesú ólst upp við var Torah sem eru helgustu rit gyðinga, og þar lærði hann þá visku sem kemur fram í nýja testamentinu, allar þær kenningar og dæmisögur eru sprottnar út frá þeirri visku sem Kabbalah kennir.
Kaleb Joshua, 27.1.2008 kl. 18:37
...og hvað svo? Hver er þá þín trú á því hver Jesú er? ER Jesú sá sem hann segist vera? Lifandi sonur Guðs, kominn til að uppfylla lögmálið, sá sem spáð hafði verið fyrir ? Eða trúir þú að hann hafi verið góður lygari sem þekkti sannleikann en lék á fjöldann og gerir enn í dag? Mér finnst þetta eitthvað ruglingslegt hjá þér? Geturðu útskýrt það betur? kv. Gugga
Gugga (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:00
Sæl Gugga þetta er alls ekki ruglingslegt, ég var búinn að benda þér á áður að í mínum huga var Jesú helgur maður líkt og margir aðrir sem hafa komið fyrir og eftir hann, en bara til að taka dæmi þá þarf messías að koma frá beinum ættlegg Davíðs og ef Jesús er eingetinn þá getur hann ekki verið messías því María var ekki komin af ættlegg Davíð heldur var það Jósep. Ég hef aldrei sagt að Jesús sé lygari með því að kalla sig son guð og það er í raun ekkert óeðlilegt því að við erum öll synir og dætur guðs og í kabbalah er það að vera sonur guð að vera náin og tengdur skaparanum, eins eru mörg hugtök sem kristnir hafa mistúlkað í gegnum tíðina og stundum meðvitað til að styrkja stoðir undir kerfislega kirkju.
Kaleb Joshua, 27.1.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.