Í sérhverju skýi er hulið gull!
31.1.2008 | 17:28
Í hvert sinn sem þú ratar í erfiðar kringumstæður, vertu þá viss um að þær voru sendar í þinn veg til að hjálpa þér að vaxa. En því miður þá ýtum við alltof oft óþægilegum hlutum frá okkur.
Segjum sem svo að þú sért að glíma við fjárhagslega erfiðleika og Guð kæmi til þín og sagði að hann myndi gefa þér sjö milljónir króna í hvert skipti sem einhver særði þig eða reitti þig til reiði en skilyrðin væru sú að hann myndi sjá um allar þínar þarfir en þú mættir ekki bregðast við þegar einhver særði þig, þú mættir ekki taka neinu persónulega heldur þyrftir að sleppa takinu af öllum slíkum tilfinningum.
Hvað væri þá á huga þínum alla daga? Þú myndir biðja Guð um að senda allt það fólk sem gæti hugsanlega sært þig, þú myndir vakna upp hvern morgun og hugsa um hvar finn ég þá sem eru erfiðir í samskiptum og dónalegir?
Staðreyndin er sú að þegar þú lifir lífi þínu með þessu hugarfari, þá munt þú öðlast það sem er miklu verðmætara en sjö milljónir króna. Þú meðtekur Ljósið, sem felur í sér allt það sem þú þarft, þar á meðal fjárhagslegt öryggi, hamingju, góða heilsu og sátt og frið í sálu.
Í dag umfaðmaðu allt það sem kann að vera erfitt og óþægilegt. Sjáðu gullið sem er hulið í hverju dökku skýi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.