Allt sem til þarf er ást.

Af hverju reynist okkur svo erfitt að segja ég elska þig?  Þá er ég ekki að tala um elskhuga okkar, heldur við vini, foreldra, kennara.  Af hverju er svo erfitt að láta þessa fimm litlu stafi e-l-s-k-a hljóma úr okkar munni? 

Er það ekki dásamleg gjöf til að gefa einhverjum, ást og kærleik.  Hugsaðu um hversu vel þér líður þegar einhver segir, ég elska þig.  Oft á tíðum þá erum við að strögglast og þrjóskast við einhvern úr fjölskyldunni, eða erum kuldaleg við vin, það að segja ég elska þig er allt það sem til þarf til að fjarlægja það myrkur sem hefur sest yfir líkt og þoka.  Við deilum og þrætum og reynum að skilgreina hver hefur rétt eða rangt fyrir sér þegar eina sem til þarf er lítil hljómur ómi úr röddu þinni, ég elska þig!
 
Hvern elskar þú og metur mikils, en er samt hrædd(ur) að láta vita hvernig þér líður innanbrjóst?  Vertu djörf eða djarfur og láttu slag standa og segðu hvað þér finnst um viðkomandi.  Opnaðu huga þinn og hjarta og segðu með röddu þinni, ÉG ELSKA ÞIG!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband