Allir sem snerta okkar líf á einn eða annan hátt eru sendir til að hjálpa okkur í að leiðrétta okkar líf og færa okkur nær Ljósinu. Jafnvel líka það fólk sem kann að hata okkur: fyrrverandi maki, afbrýðissamur vinnufélagi, nágranninn sem býr fyrir neðan þig og gerir allt vitlaust, fyrrverandi vinir sem voru ekki sammála þér og þú lokaðir á þá í framhaldi. Sérhver einstaklingur sem á leið inní okkar líf er þar til að vekja upp næsta svið sem við þurfum að takast á við í okkar leiðréttingar ferli.
Það er ekki þar með sagt að við munum ekki bregðast við þessu fólki. Við getum ekki alltaf boðið hina kinnina og brosað þegar einhver hefur löðrungað þig eða komið illa fram við þig. En ef við horfum á stóru myndina og horfum á kringumstæðurnar úr fjarlægð, þá getum við séð að allir þeir sem eru í okkar lífi eru þarna til að kenna okkur.
Í dag, þegar þú átt við óþægilegt fólk - sérstaklega þá sem hafa bitið þig stórum bita - segðu þá í hljóði,"þakka þér fyrir." Og minnstu þess að þau eru þarna til að hjálpa þér að opna nýjar dyr í þinni leiðréttingu.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.