Hvað er það sem hindrar þína hamingju?

Algengasta örsökin er og verður líklega alltaf öfund.

Ertu upptekin(n) af því að þrá það sem aðrir hafa og eiga?  Hlutir sem þessir eru helsta ástæðan fyrir því að við færum athygli okkar frá því að vera þakklát fyrir alla þá dásamlegu hluti sem við eigum nú þegar, sem síðan endar með því að þú uppskerð tilfinningu skorts og ófullnægju.

Í dag, lærðu að vera þakklát(ur) með því að ímynda þér hvernig það yrði ef allt sem þú átt í dag yrði skyndilega tekið frá þér, t.d. vinirnir, hæfileikar, eiginleikar þínir.  Í hvert sinn sem þú finnur þörf fyrir að lýta öfundaraugum yfir þeim sem eru í sviðsljósi dagblaðana, eða yfir nýja flotta bílnum sem nágranninn var að fá sér, hvað sem það kann að vera sem fær þig til að fyllast öfund, taktu sjálfan þig þá taki og dragðu athygli þína aftur að þínu lífi, opnaðu augun og vaknaðu af svefni og líttu í kringum þig.  Hvað ef allt það sem þú hefur í kringum þig og þú átt væri skyndilega farið, hversu mikið myndir þú sakna þeirra og horfa á eftir því með eftirsjá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Páll Ágústsson

Hemmi,

Hvað með okkur sem erum bæði öfundsjúkir og hamingjusamir.. 

kv. frá Salzburg.

Ásgeir Páll

Ásgeir Páll Ágústsson, 26.2.2008 kl. 16:31

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæll Ásgeir!

Góð spurning hjá þér, en svarið við henni er sú að ef öfund sé til staðar þá eru menn ekki að upplifa alla þá hamingju sem í boði er og kannski ástæðan að menn eru uppfylltir á sumum sviðum en búa svo við skort á öðrum.

Bestu kveðjur til Salzburg, bið að heilsa Kjartani Vídó ef þú rekst á hann.

Kv.  Hemmi

Kaleb Joshua, 26.2.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband