Jafnvægi!
1.5.2008 | 12:22
Allir eru að leita að jafnvægi ekki satt? Bankareikning sem er í jafnvægi, jafnvægi í samskiptum okkar við annað fólk, jafnvægi á milli vinnu og leiks. Jafnvægi.
En flest okkar eru í ójafnvægi að einhverju leiti, er það ekki? Við tökum of mikið og gefum of lítið, við étum eins og svín, vikur, mánuði og jafnvel ár og förum svo í skyndiátak og ætlumst til að fá skyndilausn hér og nú sem gengur yfirleitt ekki eftir og aftur byrjar sama hringrás. Við erum kuldaleg og lokuð eina mínútuna, opin og viðkvæm hina. Það er ekki furða að heimurinn sé eins og hann er við erum svo útúr kortinu. Ef þú hefur ekki heyrt um þessa kabbalisku kennslu nú þegar, leyf mér þá að vera sá fyrsti til að segja þér að : mannkynið er miðpunktur alheimsins. Það sem við köstum fram í alheiminn er það sem hann mun senda til baka.
Í dag leitaðu jafnvægis. Reyndu að finna út hvar þú hefur farið langt útaf veginum í tengslum við þína hegðun. Kannski hefur þú verið sérstaklega lokuð, lokaður og niðurlút(ur) nýlega, finndu leið til að lyfta þér upp og drífðu þig út á meðal fólksins. Kannski hefur þú verið dyramotta fyrir hvern þann sem hefur komið inní líf þitt, svo æfðu þig í því að meðtaka til tilbreytingar. En kannski ert þú bara fullkomin(n) ef svo er þá vildi ég gjarnan vita hvert leyndarmálið er.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.