Verði Ljós!
16.5.2008 | 12:47
Eru blessanir þínar eru lokaðar..... í öðru fólki.
Taktu ljósið aftur! Farðu til einhvers í dag sem þú hefur átt erfitt með að hitta auglitis til auglitis, og láttu hana eða hann vita með framsæknum hætti að þau hafi rétt fyrir sér með eitthvað sem þið hafið deilt um og vertu fyrri til að leita sátta.
Því erfiðra sem það er að mæta þessum einstaklingi, því meira Ljós munt þú afhjúpa inní þitt líf. Svo í guðana bænum farðu og náðu aftur í það Ljós sem þú hefur verið að gefa öðru fólki!
Athugasemdir
Bless í nóttina
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 21:24
Takk fyrir það, bestu kveðjur til þín og þinna
Kv. Hermann
Kaleb Joshua, 16.5.2008 kl. 22:34
Gremjur eru óþarfa byrði fyrir sálina, og það gerir öllum gott að sættast um ágreiningsmál, þó það sé ekki nema að kannski vera "sammála um að vera ósammála" . Fór einmitt fyrir nokkrum dögum og gróf stríðsöxina við eina manneskju sem ég hafði ekki talað við í nokkur ár vegna eins rifrildis, og þegar við ræddum málin þá mundum við hvorugar hvers vegna þetta varð svona mikið ósætti!
Það hefur ekkert upp á sig að halda svona hlutum inni, þeir grassera bara og verða að óþarfa þyngslum. Þó það geti verið erfitt að "láta í minni pokann", þá er það þó skárra en að geta ekki plokkað aðeins af stoltinu :)
kiza, 17.5.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.