Ekki missa af tækifærinu!
6.10.2008 | 15:52
Oft á tíðum þá fáum við frábæra hugmynd eða fáum góða tilfinningu gagnvart einhverju en fylgjum því ekki. Við viljum velta þessu betur fyrir okkur, og áður en þú veist af þá hefur þú misst af tækifærinu.
Kraftaverkin gerast yfirleitt í kringumstæðum sem eru ekki þægilegar og oftar en ekki þá krefjast þau þess að taka áhættu. Þá sekúndu sem þú veist innra með þér hvað þarf að gera, þá er það stundin til að fylgja þeirri vitund eftir.
Prófaðu að sleppa því að velta hlutunum of mikið fyrir þér í dag þegar þú færð tilfinningu eða hugmynd sem þú finnur innra með þér sé rétt, fylgdu þá þinni sannfæringu og framkvæmdu og framkvæmdu hratt, sjáðu hvað gerist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.