Ekki sofna á leiðinni!

Þegar við viljum sjá hluti verða að veruleika, þá höfum við oftast eitthvað sérstakt í huga.  Við gætum viljað sjá nýjan starfsferil verða að veruleika, eða spennandi samband , stærri hús, betri heilsu o.s.f.  Það er sannarlega mjög mikilvægt að hafa markið, eitthvað til að stefna að.  En í dagsins amstri þá verðum dofin eða blind og hættum að vera opin fyrir því sem lífið færir okkur í skaut.  Sá sem er meðvitaður og andlega þroskaður er opinn fyrir hverju sem er.

svefnÞess vegna er það okkur mikilvægast að vera ekki þröngsýn og eftirvæntingalaus í dagsins amstri og leyfa ljósinu að færa okkur í þá átt sem við þurfum að stefna að hverju sinni.  Sú stefna kann að vera önnur en sú sem við vorum búin(n) að sjá fyrir okkur, en sannaðu til að til langtíma mun hún reynast betri leið. 
Í dag, vertu opin fyrir að sjá lausn eða lausnir fyrir þarfir þínar, jafnvel lausnir sem þér  kann ekki að líka til að byrja með eða skilur ekki akkúrat núna.  Þetta snýst nefnilega um að uppgötva að þú getur ekki leyst úr eða gert allt sjálfur og til að kenna þér að vera meðvitaður um að allt sem kemur í  líf þitt er komið til að stuðla auknum andlegum þroska og vexti, og til að þrýsta þér til að sjá atburði sem kunna að hafa verið í gangi eða eru í gangi sem tækifæri í stað hindrun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband