Valið er þitt.
17.10.2008 | 11:36
Rav Ashlag stofnandi Kabbalah Center árið 1922 kenndi okkur að það eigi aldrei að vera neinar þvinganir í okkar andlega lífi og leit. Ef þú ert að sækja kirkju eða musteri eða gefur tíund eða vinnur sjálfboðastarf vegna þess að einhver sagði að þú yrðir að gera það þá er það ekki gert með heilindum og er ekki raunverulegt.
Í lífinu, þá eru við annað hvort afleiðing af vali eða þvingun. Sem þýðir að okkar forgangsröð, tilfinningar og andlegar tengingar geta verið settar yfir okkur eða þá að við getum valið þessa hluti sjálf. Við komum ekki hér á jörðina til að verða trúræksnis trúðar eða vélmenni sem gerir aðeins það sem því er skipað eftir bókinni. Nei við komum til að verða skaparar yfir okkar örlögum.
Jú við þurfum kennara, leiðbeinendur, og ástvini til að hjálpa okkur að fjarlægja það sem blindar okkur, en hið endalega val er og verður ávalt okkar val.
Í dag er góður dagur til að velja hvað lífi þú vilt lifa.
Athugasemdir
Góð íhugun að vanda !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 18:41
Takk fyrir það félagi : )
Sá umfjöllun um verkstæðið ykkar í sjónvarpinu, mjög flott maður verður nú að kíkja á þetta hjá ykkur við tækifæri.
Kaleb Joshua, 21.10.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.