Að meðtaka til að deila!
12.1.2009 | 02:25
Á göngu okkar í gegnum lífið þá erum við stöðuglega að taka ákvarðanir, við getum t.d. tekið ákvörðun að grípa allt sem við mögulega komumst yfir í lífinu með græðgi, eða við getum tekið ákvörðun að vera þakklát fyrir það sem við höfum og fáum og deilt því síðan með öðrum. Kabbalistar kalla þetta hugarfar að meðtaka til deila og er í raun okkar trygging fyrir stöðuglegu flæði af góðu gengi inní okkar líf.
Í dag, hugsaðu þig um og framkvæmdu það sem mun leyfa stöðugri fyllingu að hellast inní líf þitt.
Athugasemdir
Vilborg Eggertsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:43
Áttaði mig ekki á að þetta væri Kabbal.
En minn hugsunarháttur hefur alltaf verið, að hvað ég væri lánsöm og hvernig ég gæti gefið öðrum eitthvað, sem myndi gleðja, eða kveikja á peru.
En oft á tíðum hefur maður verið álitin sem stórskrítin, kannski er ég það :) Var stundum kölluð og er enn Skrítna Kristín
Fishandchips, 12.1.2009 kl. 23:54
Það er fátt sem Kabbalah tekur ekki á
það er gott hjá þér að fylgja þinni sannfæringu og þora að vera þú sjálf en ekki látta pakka þér í box eftir svo kölluðu normi. You go girl!
Kaleb Joshua, 13.1.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.