Fastur í sama farinu?
15.1.2009 | 12:56
Ein ástæðan fyrir því að við festumst í sama farinu í lífinu er sú að við fylgjum eftir öllu gömlu venjunum alla daga út og inn, t.d. notum við alltaf sama tannkremið og tannburstann, vöknum alltaf á sama tíma á morgnana, borðum sama matinn. Sitjum í sama sætinu í skólanum, förum út með sama fólkinu á sömu gömlu veitingastaðina.
Í dag, slepptu þér svolítið lausum og frelsaðu þig frá því sem þú ert háður í þinni rútínu. Gerðu hlutina örlítið öðruvísi í dag. Vegna þess að þegar við breytum einhverju, þá breytist okkar orka í leiðinni, og hjálpar okkur um leið finna það besta sem við getum verið.
Við verðum að teygja okkur umfram það sem við þekkjum til að meðtaka miklu meira en við höfum þekkt hingað til.
Athugasemdir
Hef alltaf vitað þetta :)
Fishandchips, 16.1.2009 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.