Taktu áhættuna á því að standa upp fyrir sjálfum þér í dag.

Ég hef heyrt af fólki sem vill með öllu móti að reyna að láta alla geðjast að sér og á því mjög erfitt með það að segja nei.

lærðu að segja nei

Ef þú ert ein(n) af þeim sem á auðveldara með að segja já, og verður föl(ur), vandræðaleg(ur) þegar þú þarft að segja nei eða standa á þínu gagnvart einhverjum, þá er það mín hvatning í dag að segja nei í dag. Þú þarft að sjálfsögðu ekki að segja nei við alla heldur notar þú visku þína og ert meðvituð, meðvitaður um hvað það er sem þú vilt gera og hvað ekki, það sem þú getur gert með glöðu geði og það sem þú vilt síður gera. 

Taktu áhættuna á því að standa upp fyrir sjálfum þér í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband