Þyrnir í síðu!

Þreytandi fólkSál okkar er á stöðugu ferðalagi í gegnum mörg lífsskeið í þeim tilgangi að læra og þroskast og leiðrétta það sem miður hefur farið áður. Á þessu ferðalagi eru margir sem verða á vegi okkar og einn flokkurinn sem á eftir að verða á veginum er erfiða fólkið  sem fer í þínar fínustu taugar og er eins og þyrnir sem stingur þig í hvert skipti sem þú ert nálægt þeim og þín ósk er sú það sé sem lengst í burtu frá þér. En vertu viss um eitt að jafnvel leiðilega og erfiða fólkið er sent í þinn veg í þeim tilgangi að hjálpa þér að klára þetta ferðalag sem sálin er á.  Sem þýðir með öðrum orðum, að í hvert skipti sem eitthvað ögrandi og krefjandi verður á vegi þínum þá er tilgangurinn sá að styrkja þig og til að hjálpa þér að vaxa og til að kenna þér eitthvað.

Leiðinlegi gaurinn í vinnunni sem að þú óskar þér svo innilega að verði færður í aðra deild, eða erfiða tengdamamman, jafnvel þetta fólk hefur hlutverk og tilgang í þínu lífi. 

Sérhver sá einstaklingur sem verður á vegi þínum, allt frá móður, föður, leigusala, vinnuveitanda eru þarna til að hjálpa þér að læra og þroskast.

í dag, breyttu þá hugarfari þín varðandi "leiðinlega fólkið." Í stað þessa að forðast það, eða hata það, Spurðu, "hvað eru þau að kenna mér?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já - er svo hjartanlega sammála þessu!

Vilborg Eggertsdóttir, 24.2.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband