Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Hver er tilgangurinn með lífi þínu?
10.10.2007 | 12:21
Fyrir hvern ert þú að lifa?
Viska Kabbalah útskýrir það fyrir okkur að við lifum ekki aðeins fyrir okkur sjálf. Okkar líf - og allt það sem við gerum í okkar lífi- hefur áhrif á alla sköpunina, alla jörðina og þá sem á henni eru. Þegar við framkvæmum út frá jákvæðni og kærleika, þá styrkja gjörðir okkar kraft jákvæðni í heiminum og þar af leiðandi hefur jákvæðni þín áhrif á aðra.
Í dag skoðaðu líf þitt. Líttu út fyrir rammann í dag. Kannaðu hversu mörg tækifæri eru til staðar til að stuðla að jákvæðni fyrir þitt líf og eins fyrir aðra, það helst oftar en ekki í hendur,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað gjöf er falin innra með þér?
8.10.2007 | 16:46
Einn af stofnendum og kennari The Kabbalah Center sagði einu sinni, ef við vöknum sérhvern dag með það í huga að allt það sem við eigum og höfum verðið blessuð með, að við séum í raun með það í láni frá Skaparanum og að við séum hluti af einni orku og einu ljósi, þá yrði það okkur mun auðveldara að vera hamingjusöm og deila með okkur til annarra.
Skaparinn hefur gefið sérhverjum einstaka gjöf- hluta af sér í sérhverri sál. Ef við aðeins gætum séð og skilið þau tækifæri og kraft sem er falinn í þessum gjöfum, þá gætum við haft áhrif og breytt óteljandi örlögum einstaklinga.
Farðu inní daginn í dag með þeirri vitund að hluti af orku Skaparans er innra með þér og það er þitt að leita inná við og tengja þig inná þessa orku og kalla hana fram öðrum til blessunar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SANDKORN LÍFSINS.
4.10.2007 | 19:03
Í bók dýrðarinnar (The Zohar) er gjörðum okkar líkt við lítið sandkorn á vogaskál. Taktu eftir því að það er ekki talað um steina eða grjót eða aðra stóra hluti. Í hans eigin orðum, Rav Shimon Bar Yochai ( höfundur The Zohar) er hann að segja okkur það að við vitum aldrei hvaða sandkorn (gjörðir okkar) mun snúa voginni okkur í hag eða gegn okkur. Í hvert sinn sem þú gefur af þér og hvert skipti sem þú framkvæmir útfrá sjálfselsku þinni þá endar það á vogaskálinni - hvort það sé vogaskál blessunar eða vanblessunar er undir okkur komið.
Þegar spurt er, hvað er hægt sé að gera til að spyrna við hörmungum lífsins - hungursneið barna í Asíu, eyðnifaraldur í afríku, stríðinu í Írak - þá er svarið það sem kabbalistar hafa kennt í þúsundir ára - breyttu sjálfum þér. Veittu vini þínum þessar fimm mínútur sem þú hefur ekki tíma fyrir þegar þú ert að rjúka á mikilvægan fund, komdu fram við þína keppinauta með virðingu og sanngirni, sýndu þeim kærleika sem þér mislíkar við- það er með þessum hætti sem við breytum heiminum.
Í dag, stuðlaðu að bættri heimsmynd með því að gera það sem þú getur gert, heima fyrir, í skólanum, í vinnunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimur í hendi þér!
3.10.2007 | 21:23
Það er ekki nóg að einblína aðeins á okkar eigin framgang og þróun.
Við föllum oft í þá gildru að hugsa með hætti " svo lengi sem ég er að bæta líf mitt og þroskast þá er ég í góðum málum." En það að líta á mannkynið sem eina heild, að við erum í raun eitt er ein af grundvallar kenningum kabbalah. Hvort sem við sjáum það eða ekki, þá erum við öll á sama bátnum.
Í dag leitaðu þá eftir því að lyfta fólki upp og gera eitthvað jákvætt fyrir náungann. Og sjáðu fyrir þér hvaða áhrif orð þín og gjörðir hafa á aðra. Og mundu eina af yfirlýsingum kabbalah.
Eins mikið og við erum ábyrg fyrir okkar lífi, þá erum við jafn ábyrg fyrir öllum heiminum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verum glöð!
1.10.2007 | 20:47
Líttu í kringum þig. Það er mikið að óhamingjusömu fólki í heiminum. Hvernig má það vera að flestir séu ekki hamingjusamir? Var það ætlun skaparans að búa til heim í þeim eina tilgangi að við gætum verið vansæl og þjást daginn út og inn?
Nei, heimurinn var skapaður fyrir mannkynið til að njóta, þar sem öll sköpunin gæti lifað saman í einingu og gleði.
Ef það er satt, hvað er það þá sem eyðileggur okkar gleði og hindrar okkur frá því að vera hamingjusöm? Áður en við getum svarað þeirri spurningu, þá verðum við að finna meinið fyrir óhamingjunni; á sama hátt og læknir getur ekki sagt hvað sé að án þess að leita einkenna áður en hann greinir sjúkdóminn.
Það mikilvægasta sem við þurfum að læra ef að við viljum sannarlega vera hamingjusöm, er það að vera þakklát fyrir það sem við höfum nú þegar og ekki öfunda aðra af því sem þeir hafa.
Öfund er meinið sem orsakar alla óhamingju. Þráin eftir því að eignast það sem annar á, og vera stöðuglega upptekin af því, lætur okkur missa sjónar af því að vera þakklát fyrir allt það yndislega sem við eigum. Þetta veldur síðan því að það skapast fölsk tilfinning um skort, sem leiðir að lokum til vanlíðan og óhamingju.
Kabbalah kennir okkur að það sé í raun enginn sönn efnisleg hamingja heldur aðeins andleg. Hver sá sem er ríkur andlega er meiri glaður og hamingjusamari heldur en sá sem er fátækur andlega en ríkur í hinu efnislega.
The Ari, einn af mestu kabbalistum allra tíma, er þekktur og minnst af því að hafa lifað lífi sínu í algjöri gleði og hamingju. Það er mín einlæga ósk að þú megir líka ná þessu stigi að lifa í stöðugri gleði og hamingju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)