Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Jesú og fjölskylda.

Þetta er afar áhugaverð frétt og ef satt reynist að Jesú og fjölskylda hvíli í Ísrael, það væri ein stærsta frétt í sögu mannkyns og myndi hrista uppí öllu.

 

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1255740


Hugsum lengra!

Í gegnum tíðina hafa íslendingar þurft að læra að vera mjög sveiganleg og dugleg þjóð í harðbýlu landi þar sem í mörg herrans ár var takmarkið eitt að komast af og það í sjálfu sér hefur mótað þann skemmtilega karakter þjóðarinnar sem má lýsa með þeim hætti , dugnaður, aðlögunarhæfni, sjálfstæði. En hin íslenska þjóð hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar og framfarir sem er farið að ýta okkur í þá átt að nauðsynlegt sé að mynda okkur framtíðarsýn eða að þora að hugsa lengra og móta okkar framtíð sem aldrei fyrr. Ísland er allt í einu orðin þjóð sem tekið er eftir og æ fleiri kjósa Ísland sem ákjósanlegan kost til að setjast að því er mikilvægt fyrir okkur að móta skýra stefnu og meðtaka það að við erum ekki lengur eyland heldur alþjóðlegt samfélag sem hefur ómetanlegt tækifæri að verða fyrirmyndarþjóð þar sem manneskjur búa við jafnrétti hvort sem þeir séu menn eða konur, hvítir,gulir,svartir, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og alla þá litríku flóru sem mannkynið er. Ísland á að nota þetta einstaka tækifæri sem hefur skapast vegna þeirrar einangrunnar og smæðar þjóðar okkar þótt það sé nú að verða liðin tíð.

 

Ísland best í heimi!

 

 

 


Tala meira borga minna!

Ég skipti um farsíma fyrirtæki fyrir þó nokkru síðan þar sem ég sá fram á að þurfa ekki að borga mánaðargjald sem er kostur ef maður notar símann ekki mjög mikið, en fyrir skemmstu þá fékk ég í hendur bréf frá Sko þar sem mér er tjáð að ef notkun símans er ekki yfir 990 kr á mánuði þá skerðist sú innneign niður sem er til staðar svo að maður þurfi að kaupa inneign í hverjum mánuði til að fá að nota þjónustu fyrirtækisins er þetta leyfilegt að breyta skilmálum svona eftir á? jæja en það virðist allt vera leyfilegt á Íslandi. Allavega á sú speki ekki við lengur að tala minna= borga minna heldur tala meira borga minna allt í þágu neyslusamfélagsins. 

 


Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd.

Dæmalaust hvað mannskepnan getur verið hugmyndarík og yndisleg og kemur manni sífellt á óvart og ég get ekki neitað því að bros fæddist fram hjá mér við lestur þessarar fréttar. Maðurinn er ávalt að reyna að kaupa sér styttri leið að sínum markmiðum og í raun hefur skapast heill iðnaður í kringum það þar sem fyrirtæki bjóða gervi lausnir, fólk sem er of þungt kaupir sér pillu sem virkar ekkert í staðinn fyrir að hunskast í líkamsrækt og þeir sem vantar fé eyða oft tímanum í svona vitleysu í staðinn, hann hefði betur nýtt tímann í að vinna í stað þess að eyða tíma í að fara yfir tíu tonn af pósti og ræna viðtökum af þeirri ánægju að fá póstinn sinn þó eflaust séu sumir sem söknuðu kannski ekkert að fá gluggapóst.

Það hefur yfirleitt sannast að það reynist betur að takast á við vandamálin af festu og gera sér markmið til að stefna að eins og fyrirsögnin segir " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd"

sibiu04 

 


mbl.is Með 10 tonn af pósti heima hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak!

Frábært framtak eyjamenn og ég styð ykkur heilshugar í ykkar baráttu og eyjahjarta mitt slær hraðar þegar maður sér samhug eyjamanna. það er löngu orðið tímabært að ríkið jafni út þann ójöfnuð sem eyjamenn hafa þurft að búa við í samgöngu málum og það er mikilvægt að fá framtíðar úrlausn í þeim málum bæði fyrir eyjamenn og aðra sem vilja njóta alls þess sem Vestmannaeyjar hafa uppá að bjóða. Nú kann einhver að segja að þeir sem kjósa að búa við slíkar aðstæður að það sé þeirra mál og af hverju á að setja peninga útá landbyggðina meðan meiri hluti þjóðarinnar býr á höfuðborgasvæðinu, við þá vil ég segja að það er mikil þröngsýni að hugsa með slíkum hætti við erum ein þjóð en ekki höfuðuborgarsvæðið vs. landsbyggðin og því má heldur ekki gleyma að landsbyggðin og þar á meðal Vestmannaeyjar skaffaði stóran hlut af tekjum þjóðarinnar áður fyrr þó svo að áheyrslur hafa breyst í dag. Það er enginn lausn í því að allir flytji á höfuðborgarsvæðið þjóð okkar yrði mun fátækari og litlausari fyrir vikið. það er mín skoðun að það sé skylda þjóðarinnar að allir íslendingar búi við jafnræði í samgöngumálum.

 

  419955B


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn gjaldskrárhækkun Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband