Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Horfðu inn og síðan út.

Á leið okkar í gegnum lífið þá þróumst við vöxum, döfnum og þroskumst og á ákveðnum tímapunkti þá eigum við það til að líta í kringum okkur og förum að taka eftir öllu göllunum hjá þessu fólki sem veitti nú ekkert af því að breytast svolítið og við í góðvild okkar jafnvel reynum að benda þeim á og vekja þau til vitundar.

Jafnvel þótt við reynum og leggjum okkur öll fram til að hvetja fólk til að breytast, þá verðum við að viðurkenna þá staðreynd að við getum aldrei þvingað fólk til eins eða neins. Þú hefur aðeins leyfi til að hamast á sjálfum þér og þvingað þig eins mikið og þú vilt.

Hugsaðu um einhvern í lífi þínu sem þú hefur sett þrýsting á til að breytast. Horfðu svo í eigin barm og athugaðu hvernig þú getur framkvæmt þessa breytingu í þínu eigin lífi og kannski verður það innblástur fyrir aðra að gera hið sama.

þrýstingur


 


Hvað er að hafa áhrif á þig?

Hverja viljum við hafa í kringum okkur? Hvað einstaklingar eru það sem þú eyðir mestum tíma með?

Ein fljótasta leiðin til að skapa hvatningu fyrir þig til að lifa lífinu og þróast er að hafa fólk í kringum þig sem eru á sömu leið og þú. Ég er ekki að segja að slíta öll tengsl við alla sem þú þekkir heldur aðeins að vera vakandi yfir hvernig þér líður í návist þeirra og hvaða áhrif þeir einstaklingar hafa á þig. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá hefur umhverfið mikil áhrif á okkur.

Reyndu að skapa kringumstæður þar sem þú ert með fólki sem er á sömu leið og þú með svipaða lífssýn og þá sem eru komnir jafnvel lengra og sem þú getur lært af, taktu eftir hversu mikið það mun hjálpa þér að vaxa. 

vinátta

 


Skemmtilegar pælingar um bænina.


Ertu búin(n) að leggja inná gleðibankann í dag?

Hefur þú laggt inná gleðibankann í dag? 

Margir þekkja að maður uppsker það sem maður sáir, sumir kalla það karma aðrir kalla það aðdráttarlögmálið sem fjallar um að það sem þú setur útí alheiminn það kemur aftur til þín bæði hið góða og hið slæma. 

Góð leið til að finna út hvort þú sért að leggja nógu mikið inn er að skoða ástand líkama þíns og líðan. Ertu að upplifa skort á einhverju sviði eða ertu óuppfyllt(ur)? Ef þú gengur um gólf með hausinn lafandi og þér lýður illa, þá er það gott merki um að þú þurfir að gefa meira af þér og leggja meira inní gleðibankann, eins og getið er um í laginu " Þú leggur ekki inní gleðibankann tóman blús" Ef þú leggur inn blús þá færðu blús.

Reyndu að finna leiðir til að leggja þitt af mörkum í dag til að leggja meiri gleði inná gleðibankann sem er alheimurinn. Það þarf ekki að vera mikið t.d. lítið bros, lítið hrós eða leggja við hlustir þegar einhver vill deila einhverju með þér eða eitthvað sem þú finnur með sjálfum þér.

Gleðibankinn


George Harrison & Paul Simon

Rakst á myndband með tveimur snillingum sem hafa skilið eftir sig djúp spor í sögu dægurlagartónlistar með sínum einstöku hæfileikum. Hér má sjá þá félaga George Harrison bítil og Paul Simon taka lagið saman á tónleikum. Gerist ekki mikið betra tveir snillingar á kassagítar sem láta ljós sitt skína.

george and paul

  1. Here comes the the sun.
  2. Homeward bound.

Smella hér!

 


Egóið okkar er undarlegur hlutur.

Egóið okkar er undarlegur hlutur.

Það sannfærir okkur um að við höfum rétt fyrir okkur, jafnvel þegar við höfum rangt fyrir okkur þá sannfærir egóið okkur um að við þurfum ekki að biðjast afsökunar, eða taka ábyrgð eða bæta fyrir það sem miður fór. Á slíkri stundu er egóið ekkert annað fyndið og undarlegt fyrirbæri. 

Dagurinn í dag er upplagður til að snúa við og líta til baka, án þess að láta egóið skyggja á sýn þína. Líttu til baka og finndu einhvern sem þú komst illa fram við eða eitthvað sem miður fór í samskiptum við annað fólk og þar sem þú tókst ekki ábyrgð á gjörðum þínum, núna í dag er tækifærið til að bæta fyrir það sem miður fór. Jafnvel þarf ekki að biðjast afsökunar heldur að þú leggir þig fram í að minnka bilið sem hefur myndast á milli ykkar.

Og kannski getið þið einn dag setið saman og litið til baka og hlegið af því hversu fáránlegt egó okkar getur stundum verið.´

Egóið


Er grasið grænna hinum meginn?

Sérðu það ekki? Það er beint fyrir framan nefið á þér.

Furðu mörg okkar og þar á meðal ég fáum þá flugu í höfuðið að grasið hljóti nú að vera grænna hinum megin. Við eru alltaf að leita eitthvað annað að réttu stúlkunni eða stráknum, réttu vinnunni eða rétta húsinu og rétta bílnum þegar við jafnvel höfum allt sem við þurfum nú þegar.
Gæti verið að það sé eitthvað af þessu sem ég taldi upp sem passar við þitt líf?
Kannski er þetta spurning um að sjá heildarmyndina og að læra að sjá hlutina í réttu ljósi og hætta að elta vindinn.

Grasið er grænna

Er grasið grænna hinum megin?


Trúir þú í blindni?

Hugmyndin um að trúa á eitthvað skilur eftir í sjálfu sér efasemdir, enn það að vita eyðir efasemdum og fæðir af sér í raun fullvissu. Fullkomna sannfæringu, innri tilfinningu, í hjarta og sál. Því er það ekki ráðlegt né ganglegt fyrir neinn að trúa í blindni sama hvað sem það kann að vera heldur á trúin að byggjast á þinni eigin reynslu og upplifun á þínum forsendum.

Margir hafa heyrt að sannleikurinn mun setja þig frjáslann, en ef þú veist ekki hver sannleikurinn er eða hvernig hann virkar þá getur hann ekki sett þig frjálsann. Að reyna, leita svara og þora að spyrja og efast, upplifa og læra þar til maður veit, það er vegurinn til fullvissu.

Er eitthvað sem þú trúir á í blindni?

eye-close


Hvernig hefur þú það?

Hvernig hefur þú það?

Þetta er sú spurning sem er hvað oftast spurð í daglegu lífi - og sú sem er sjaldnast svarað heiðarlega.

Hugsaðu hversu nálægur ertu þeim sem þú átt samskipti við daglega? Tekurðu örugglega tíma frá fyrir þá sem þér þykir vænt um eða ferð þú beint í næsta verkefni eða næsta hlut sem þarf að leysa í annasömu þjóðfélagi?

Við þurfum stundum að hægja á og láta þá vita sem standa okkur næst að við elskum þau og virðum og þau séu okkur mikilvæg, vertu miskunsamur og sú ástríka manneskja eins og þú vilt að aðrir séu.

vinir

 



 


Sami réttur fyrir alla!

Mikið hefur verið rætt um leyfi fyrir samkynhneigða að gifta sig í kirkju, sem mér finnst alveg sjálfsögð mannréttindi að jafna rétt þessa hóps þar sem vígslan sjálf fer fram í umboði sýslumanns þótt að hún sé framkvæmd í kirkju, presturinn er í raun að gefa parið saman með umboði frá sýslumanni en ekki Guði, ekki nema að Guð sé farinn að starfa sem sýslumaður og þarna er klárlega verið að mismuna fólki á grundvelli þeirra lífsstíls sem það hefur kosið sér en ekki á grundvelli þeirra laga sem gilda í landinu, hvernig á þá ekki að banna að gifta hindúa, ásatrúarmenn, múslima á þeim forssendum þar sem ritað er þú skalt ekki aðra Guði hafa, þetta er hálf kjánalegt og í raun finnst mér að prestar ættu að blessa þá sem óska eftir því vegna það er hvort sem ekki í þeirra höndum að framfylgja blessuninni, ég hefði haldið það að Guð ákveði sjálfur hvern hann blessar og hvern ekki annað er algjörlega ný tíðindi fyrir mér.

Fyrir mér er þetta enn ein áminningin um nauðsyn þess að aðskilja ríki og kirkju við getum ekki rekið kirkju á skattfé og veitt kirkjunni rétt til þess að sniðganga almenn mannréttindi og lög í landinu.

Sami réttur fyrir alla!

réttlæti

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband