Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Þetta er allt þér að kenna og nú er ég sko farinn!!!!

Oft á tíðum þá fáum að kynnast ringulreið t.d. eftir rifrildi við góðan vin, maka, nágranna eða vinnuveitanda. Okkar viðbrögð eru oft á tíðum þau að þetta er allt þér að kenna og núna skipti ég sko um maka, vinnu, flyt eitthvað annað. Við teljum okkur trú um það að vandamálið hverfi ef við breytum því sem er í kringum okkur. En það virkar nú ekki alltaf þannig ef við breytum ekki hvernig við bregðumst við ytri aðstæðum þá mun sama vandamálið eða hegðunarmynstur koma upp aftur og aftur, sama hvert þú flytur eða skiptir oft um maka eða vinnu.

Í dag, mundu þá eftir einu sígildu lögmáli kabbalah sem er

Varpaðu sökinni aldrei – og það merkir aldrei – á annað fólk eða ytri atburði. 

það er eina leiðin til að eiga við og sigrast á ringulreið og að þú breytir sjálfum þér og hættir að stjórnast af ytri aðstæðum og kringumstæðum.
GMUIL3CAM6OF4QCA8Y01RKCA5C3M55CAFAIB6HCABWC1XQCA61C7BKCAKOL0VDCAH74BF3CA3A7DBRCAM1KE90CA7OM2PRCAH62538CAZDVBV2CAZALCI4CAABJUKLCADW960BCAI6YV8F


Jákvæðir straumar!

Hvað merkir það að senda jákvæða strauma frá sér?

T.d. gæti verið einstaklingur í lífi þínu sem pirrar þig og móðgar í hvert skipti sem þú hittir hann og fer í þínar fínustu taugar. Þá getur þú valið að hætta að láta viðkomandi hafa slík áhrif á þig með því að endurforrita huga þinn og fordóma gagnvart viðkomandi, þú tekur þér tíma og hugsar hljóðlega með hvaða hætti ykkar samskipti verða næst þegar þú rekst á viðkomandi, þú ákveður að vera þolinmóður, skilningsríkur og umburðarlyndur og fordómalaus gagnvart viðkomandi

Prófaðu þetta. Einfaldlega sjáðu þau í huga þér.

Sjáðu fyrir þér þau orð sem koma frá munni þínum.
Og ímyndaðu þér með hvaða andlitsdrætti orð þín draga fram hjá viðkomandi.

Ef lífið er eins og bíómynd, þá er alveg upplagt að skrifa nýtt handrit fyrir ykkar næstu samskipti.

images


Hvað er það í fari þínu sem þú elskar mest?

Hvað er það í fari þínu sem þú elskar mest?

Er það útgeislunin, eldamennskan þín, brosið, útlitið, staðfesta þín?

Hver sem gjöfin kann að vera, þá er komi tími til að nota hana meira. Gerðu lista yfir alla þá kosti sem þú hefur að bera, ef þú notar ekki það sem þú hefur, þá muntu tapa því sem þú hefur.

Faðmlag


Leikstjórinn í þínu lífi.

Horfum aðeins á björtu hliðarnar: Kabbalah kennir okkur að lífið færir okkur óteljandi tækifæri í skaut okkar, við getum ímyndað okkur að þú sért staddur í risa bíóhúsi þar sem óteljandi sýningar eru í gangi. Og þú ert aðalstjarnan í hverri mynd. Og það sem meira er að í hverjum sal er sýnd mynd með mismunandi söguþræði og af misgóðum gæðum. Í sal eitt þá ertu að lifa þína uppáhalds mynd, þar sem þú lifir í blessun og gleðin og hamingjan er allt í kringum þig. Í sal tólf þar er verið að sýna líf þitt þar sem þú lifir í skorti og allt gengur á afturfótunum, og í öðrum sal þar er hreinlega verið að sýna hryllingsmynd. Í raun eru óendalega margar útfærslur til af lífi þínu. 

Á meðan ljóskrafturinn frá skaparanum er framleiðandinn af þinni mynd, þá ert þú alltaf leikstjórinn. Það ert þú sem tekur ákvarðarnir sem hafa áhrif á hvernig söguþráður bíómyndarinnar breytist og þróast skyndilega bæði til blessunar og eins til vanblessunar. Þú ert líka sá sem stjórnar því hverjir leika í þinni mynd og hvaða hlutverki þeir gegna.

Ég deili þessu með þér í dag svo að framvegis geti þú tekið ákvörðun í lífi þínu og gert þér grein fyrir að þú getur endurskrifað handritið af myndinni hvenær sem þú vilt. Það er ekki þar með sagt að sérhver ákvörðun þurfi að vera full af drama. En hvort sem þú velur hægri eða vinstri, súkkulaði eða ávexti, Reykjavík eða Reykjanesbæ - þá skaltu hafa það á hreinu að þú, já aðeins þú getur ákveðið hvað gerist í næsta atriði myndar þinnar.

leikstjórinn 2


Ertu búin(n) að sjá í gegnum þetta allt saman?

Ert þú  búin(n) að sjá í gegnum þetta. Allur heimurinn er á móti þér. Enginn nennir að hlusta á þig. Öllum er sama hvað verður um þig. Frown

Þessi meðvitund er kannski besta vinnan sem er til í heiminum ef þú vilt vinna fyrir andstæðinginn, þar sem andstæðingurinn rekur þig áfram með harðri hendi til að fá þig til að horfa á myrkrið í stað þess að leita ljóssins. Og hver er árangurinn? Við eyðum dýrmætum tíma í að reyna að berjast við myrkrið í stað þess að leggja frekar að okkur að færa meira ljós og kærleik inní heiminn.

Svo í dag, gerðu þá allt sem í þínu valdi er til að tengja þig við ljós skaparans. Og hvað sem þú gerir vanalega, gerðu þá ennþá meira í dag, hvort sem það er bæn, hugleiðsla, að gefa af þér, standa gegn þrám sem eru fullar af sjálfselsku, eða gerðu allt það sem ég hef talið upp. Þetta er stórt verkefni til að takast á við miðað við þróun mála í heiminum.

Hvert er leynivopnið? Berðu dularfullt bros Grin á andliti þínu allan daginn. Þá munt þú ekki aðeins stuða andstæðinginn, heldur gætir þú komið af stað miklum skriðþunga af jákvæðni og ljósi.

brostu


Hvað á ég að gera?

Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera? 

Við erum stundum að fara á límingunum í leit okkar að svari við því vandamáli sem blasir við okkur, eða eigum við að segja að við fríkum út því að við höldum að það sé enginn lausn til á því vandamáli.

En það er eitt lögmál til í heiminum sem hljóðar svo: ef það er þörf til staðar, þá er uppfyllingin nú þegar til staðar. Sífellt og stöðuglega er til lausn fyrir öllum okkar vandamálum og sú lausn er innra með þér og mér. Það eru aðeins tvö atriði sem við þurfum að hafa í huga.

Skref eitt: Einblíndu á það jákvæða. Svarið er til staðar nú þegar. Allt byrjar í okkar meðvitund. Eitt helsta takmark andstæðingsins er að fá okkur til að efast um okkar meðvitund eða okkar innri rödd.

Skref tvö: Endurtakið skref eitt.

Fara á taugum


Slúður!

Um leið og við heyrum eitthvað neikvætt um einhvern, þá verður það svo erfitt að reyna að sjá það góða í honum. Við byrjum að safna saman sönnunargögnum um eitthvað slæmt til að réttlæta það að tala illa um viðkomandi.

Af hverju njótum við þess að tala illa um annan einstakling? Af hverju veitir það svo mikla ánægju? Og af hverju er það jafn óþægilegt og særandi þegar þegar þú heyrir af hvað aðrir eru að tala á bakvið þig?

Í stað þess að eyða orku í það að baktala einhvern í dag, eyddu þá frekar tíma og orku í það að senda viðkomandi jákvæða hugsanir og orku. Og strax í fyrramálið þegar þú freistast að tala illa um einhvern ekki segja neitt, hugsaðu bara.

Slúður


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband