Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Sama súpan - Önnur skeið!
21.4.2008 | 01:55
Rétt eins og sálin nærir líkamann, þá nærir Ljósið eins heiminn, líkaminn lifir ekki án sálar, og heimurinn lifir ekki án Ljóssins. Ljóskraftur Skaparans er í öllum hlutum ávalt, andar lífi stöðuglega í lungu okkar.
Þegar verktakinn hefur lokið að byggja hús, þá tekur næsta verkefni við. Þegar Ljósið skapaði okkur, þá staldraði það við og heldur stöðuglega áfram að byggja okkur upp, dag og nótt.
Stundum föllum við í þá gryfju að hugsa "enn einn dagurinn, enn ein krónan að vinna fyrir," "sama súpan, bara önnur skeið." En einmitt það er blekking, gildra. Þetta er bragð sem andstæðingurinn fær okkur til að sóa stundum í okkar lífi.
Í dag, vertu þá þakklát(ur) að þú sitir hér og lest þessi orð. Þakklát(ur) fyrir þá staðreynd að þú færð annan dag til að lifa og brenna fituna utan af sál þinni. Þakklát(ur) fyrir það fólk sem kemur inní þitt líf - það góða og líka það slæma. Þakklæti, þakklæti þakklæti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hlýddu á!
1.4.2008 | 19:15
Ég held að við höfum flest verið sek af því að hlusta með hálfum hug og littlum áhuga þegar einhver vill deila einhverju með þér bæði jákvæðu og neikvæðu.
Málið er nefnilega að við heyrum ekki betur en við hlustum. Þegar við hlustum með þrá og meðvitund um að deila af sér og með, þá getum við fundið mikla ánægju og visku í nánast hverju hljóði sem við hlustum á.
Eins og Rav Berg forsprakki The Kabbalah Center sagði eitt sinn.
"þetta er ástæðan fyrir því að vitur maður getur hlustað á orð kjánans og fundið visku í því sem hann segir, enn sá sem kann að vera með greindarvísitölu snillings enn verið knúinn að því að meðtaka aðeins fyrir sjálfan sig (egóið) getur setið við fætur snillings eða andlegs meistara og ekki skilið eitt orð."
Vertu með vitaður um hvar hugur þinn er í dag. Þegar einhver vill deila einhverju með þér, t.d. Þegar kona þín er að segja þér frá erfiðum degi, eða viðskiptavinur þinn hringir inn og kvartar yfir rangri afgreiðslu sinna mála eða barnið þitt spyr þig í 10 skiptið af hverju er himininn blár.
Hvar er hugur þinn og meðvitund er þegar einhver vill ræða við þig. Ertu með hugann við hvað sé best fyrir þann sem þú hlýðir á - eða er hugurinn einhverstaðar annarstaðar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)