Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Hvernig verð ég hamingjusamur?
19.11.2009 | 15:11
Í flestum tilvikum í lífi okkar er hamingja okkar afleiðing af einhverju eða einhvers sem kemur fyrir okkur á lífsleiðinni. Við látum hluti eða annað fólk verða orsökin eða ástæðan fyrir okkar hamingju. Sönn hamingja hefur engin orsök eða ástæður, hamingjan er þitt val. Í dag finndu í það minnsta eina ástæðu til að vera hamingjusamur eða hamingjusöm. Og einbeittu þér að þeirri ástæðu yfir daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver ertu?
18.11.2009 | 20:58
Hver er ég?
Þetta er sú spurning sem hefur brunnið á vörum allra á einhverjum tímapunkti í lífi hvers og eins.
Sumir byggja sitt öryggi og líf á hlutum, reynir að passa inní einhver form sem hafa verið ákveðin af einhverjum öðrum, við viljum öðlast virðingu, völd, frægð og frama, þekkingu.
Sumir byggja sitt einkenni og líf á slíkum hlutum til að geta fótað sig og skilgreint sig persónu.
Hvað með ef einhver tæki frá þér allar þínar eignir, þurrkaði út menntun þína, þinn auð, frægð og frama og gerði þig valda lausan. Hvað væri það sem stæði eftir?
Það sem stæði eftir er þinn innsti kjarni, það sem þú ert í raun.
Því sterkari tengsl sem þú hefur við þinn innsta kjarna því betra.
Bloggar | Breytt 21.10.2012 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)