Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þyrnir í síðu!

Þreytandi fólkSál okkar er á stöðugu ferðalagi í gegnum mörg lífsskeið í þeim tilgangi að læra og þroskast og leiðrétta það sem miður hefur farið áður. Á þessu ferðalagi eru margir sem verða á vegi okkar og einn flokkurinn sem á eftir að verða á veginum er erfiða fólkið  sem fer í þínar fínustu taugar og er eins og þyrnir sem stingur þig í hvert skipti sem þú ert nálægt þeim og þín ósk er sú það sé sem lengst í burtu frá þér. En vertu viss um eitt að jafnvel leiðilega og erfiða fólkið er sent í þinn veg í þeim tilgangi að hjálpa þér að klára þetta ferðalag sem sálin er á.  Sem þýðir með öðrum orðum, að í hvert skipti sem eitthvað ögrandi og krefjandi verður á vegi þínum þá er tilgangurinn sá að styrkja þig og til að hjálpa þér að vaxa og til að kenna þér eitthvað.

Leiðinlegi gaurinn í vinnunni sem að þú óskar þér svo innilega að verði færður í aðra deild, eða erfiða tengdamamman, jafnvel þetta fólk hefur hlutverk og tilgang í þínu lífi. 

Sérhver sá einstaklingur sem verður á vegi þínum, allt frá móður, föður, leigusala, vinnuveitanda eru þarna til að hjálpa þér að læra og þroskast.

í dag, breyttu þá hugarfari þín varðandi "leiðinlega fólkið." Í stað þessa að forðast það, eða hata það, Spurðu, "hvað eru þau að kenna mér?"


Fylgdu eiginn sannfæringu!

Kabbalah kennir okkur það að sálin okkar veit ávallt hvað hið sanna og rétta er: gæti verið sálufélaginn eða hvað skuli panta í hádegismatinn. En við eigum það til að tínast í okkar eigin hugsunum og flækja hlutina meira en þeir ættu að vera.

Í dag, hafðu það einfalt. Gerðu og segðu það fyrsta sem þér kemur í hug. Það eru yfirleitt réttu ákvarðanirnar. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband