Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Gefðu af þér!
7.4.2011 | 09:09
Það er staðreynd að mörg hjónabönd og sambönd eru byggð á þörf sem við leitumst við að uppfylla enn ekki á kærleik eins maður myndi halda. Það útskýrir hversu óreiðukennd slík sambönd eru oft á tíðum.
Í dag er gott tækifæri til að breyta útfrá vananum og gefa af sér án þess að krefjast nokkurs til baka, þetta er ekki alltaf spurning um að aðrir láti okkur líða vel, heldur hvernig þú lætur öðrum líða.
Bloggar | Breytt 17.10.2012 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brjóttu upp mynstrið!
6.4.2011 | 12:48
Hvað er það helsta sem aðskilur manninn frá dýrunum? Frjáls vilji!
Sjáðu fyrir þér tignarlegt ljón sem hleypur um skóga afríku eltandi upp antilópur til að veiða og éta. Heldur þú að ljónið myndi staldra við og fá móral þegar það sér auðmjúk augu antilópunar? Nei að sjálfsögðu ekki, þetta er matur í maga í huga ljónsins.
Mannskepnan hefur aftur á móti þann eiginleika að geta staldrað við og myndað sér sína eigin skoðun og tekið ákvörðun útfrá því.
Þú hefur einstakt tækifæri á hverjum degi til að virkja þinn frjálsa vilja.
Hugsaðu áður enn þú framkvæmir af gömlum vana eða svokölluðu normi, ögraðu sjálfum þér til að spyrja og að fá svör við því sem þér brennur á hjarta og brjóttu upp norm annara sem þú hefur tekið að þér og er ekki endilega það rétta fyrir þína sannfæringu .
Bloggar | Breytt 17.10.2012 kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)