Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Spegilmyndin

Þeir gallar sem þú sérð í fari annara er oft á tíðum gallar
sem þú þyrftir að eiga við hjá sjálfum þér.
Hér er skemmtileg hugmynd, Breyttu sjálfum þér fyrst, og sjáðu hvort fólkið í kringum þig muni ekki breytast líka.

Hljómar furðulega ekki satt?
Enn ég hef séð þetta rætast í hundruði skipta.
Þú stuðlar að breytingu í lífi annara þegar þú breytir sjálfum þér.


Víkkaðu út hringinn

Sjáðu líf þitt fyrir þér sem hring. Þú stendur í miðjunni og allt það sem er útfyrir mörk hringsins eru svæði sem þér líkar illa við, t.d. að standa upp fyrir sjálfum þér, að halda ræðu fyrir framan aðra, að breyta um stefnu og byrja á einhverju nýju, hræðsla við skordýr eða snáka þetta er allt fyrir utan mörk hringsins.
Gæði og magn þess sem uppfyllir líf þitt er háð því hversu oft þú ert tilbúinn að víkka út hringinn með því að láta slag standa og taka áhættu.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband