Tjöldin sem skyggja sýn okkar.

Hefur þú hugsað,"hvernig yfirsást mér þetta?" þegar þú hefur misst af tækifæri úr greipum sem var beint fyrir framan nefið á þér, eða varst að uppgötva að þú hafir tekið ranga ákvörðun. Ég held að mér sé óhætt að segja að við séum öll sek af því Wink

Andlega talað þá er stundum eins og tjöld séu dreginn fyrir meðvitund og skynjun okkar sem gerir okkur erfiðra að skynja og sjá raunveruleikann. Þau minnka sjóndeildarhringinn og láta okkur einblína á aðeins lítinn hluta af heildarmyndinni. Afleiðing þess er sú að okkur mistekst að meta og dæma kringumstæðurnar rétt. Það eru mörg tækifæri sem lýta svo vel út í byrjun en enda svo í algjörri óreiðu og valda jafnvel skaða, svo eru það kringumstæður sem lýta algjörlega vonlaust út en breytast skyndilega í blessun sem var falinn fyrir augum þínum.

Í dag, ef þú ert að taka ákvörðun farðu þá yfir öll atriði tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, áður en þú ætlar að hoppa skyndilega útí eitthvað, þá er betra að vita að minnsta kosti hvað þú ert að hoppa útí og hversu djúpt eða grunnt það kann að vera.

Tjöldin sem skyggja sýn okkar.

tjöldin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband