Vertu góð(ur) við þig í dag!

Ég er nú meiri kjáninn!

Hversu oft hefur þú ekki sagt eða hugsað þetta um sjálfa(nn) þig? The Zohar sem er hornsteinn visku Kabbalah talar um að þegar við tölum eða hugsum með slíkum hætti að þá erum við að draga að okkur slíka orku eins má heimfæra aðra neikvæða hugsun með sama hætti. Sem þýðir að við erum ekki kjánar, en við verðum kjánar með því að hugsa og tala sífellt um það. Zoharinn útskýrir að neikvæð orka getur ekki komið inní okkar líf nema að við bjóðum henni inn. Að tala og hugsa sífellt neikvætt um sjálfan sig er akkúrat heimboð fyrir neikvæða orku. 

Vertu góð(ur) við þig í dag. Þegar þú vilt berja á sjálfum þér, reyndu þá frekar að klappa þér á öxlina og hrósa þér.

neikvæðni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband