Hlýddu á!

Ég held að við höfum flest verið sek af því að hlusta með hálfum hug og littlum áhuga þegar einhver vill deila einhverju með þér bæði jákvæðu og neikvæðu.
Málið er nefnilega að við heyrum ekki betur en við hlustum.  Þegar við hlustum með þrá og meðvitund um að deila af sér og með, þá getum við fundið mikla ánægju og visku í nánast hverju hljóði sem við hlustum á. 

Eins og Rav Berg forsprakki The Kabbalah Center sagði eitt sinn.


"þetta er ástæðan fyrir því að vitur maður getur hlustað á orð kjánans og fundið visku í því sem hann segir, enn sá sem kann að vera með greindarvísitölu snillings enn verið knúinn að því að meðtaka aðeins fyrir sjálfan sig (egóið) getur setið við fætur snillings eða andlegs meistara og ekki skilið eitt orð."

Vertu með vitaður um hvar hugur þinn er í dag.  Þegar einhver vill deila einhverju með þér, t.d. Þegar kona þín er að segja þér frá erfiðum degi, eða viðskiptavinur þinn hringir inn og kvartar yfir rangri afgreiðslu sinna mála eða barnið þitt spyr þig í 10 skiptið af hverju er himininn blár. 

hlustum

Hvar er hugur þinn og meðvitund er þegar einhver vill ræða við þig. Ertu með hugann við hvað sé best fyrir þann sem þú hlýðir á - eða er hugurinn einhverstaðar annarstaðar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

heyrðu frændi sendu mér netfangið þitt á eyjar@eyjar.net langar að taka smá viðtal við þig fyrir eyjar.net

Kjartan Vídó, 2.4.2008 kl. 16:19

2 identicon

Sæll gamli vinur varð nú hugsað til þín þegar ég rakst á þessa síðu.  http://www.sigurgeir.is/?p=400&i=746

Mögnuð síða, flott framtak hjá eyjamönnum.  Dáldið eins og að geta farið aftur í tímann.

kv

Bls 

Bjarni L (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband