Fastur/föst í sama andartakinu!

Á ferð okkar í gegnum lífið er sífellt verið að leggja fyrir okkur hindranir, áskoranir, fólk í þeim tilgangi að veita okkur tækifæri til að vaxa og þroskast sem sál. Við blekkjum okkur oft á tíðum þegar við höldum að við séum með fulla stjórn á kringumstæðum og jafnvel ráðskumst með annað fólk til að tryggja það að ekkert gerist sem gætið ruggað bátnum og raskað því skjóli sem veitir okkur falskt öryggi. Það sorglega er að þegar við höldum að allt sé undir stjórn þá erum við í raun að arðræna okkur sjálf frá því tækifæri að þroskast, vaxa og dafna sem sál, sem er hin raunverulega ástæða fyrir því að þú fæðist hér jörðu, og ástæðan fyrir því að lífið færir okkur áskoranir, hindranir og erfitt fólk í okkar veg.

Ef þú upplifir þig í því að vera stöðuglega að endurtaka þig í tilbreytingarsnauðu lífi, þá ættir þú að finna samsvörun með leikarnum Bill Murray í hinni bráðskemmtulegu mynd Groundhog day.

Nú er lag að gerast framsækin og verða örsök enn ekki afleiðing og taka nokkrar nýjar ákvarðanir. 

 

 


Taktu djarfar ákvarðanir í dag!

Þú veist aldrei fyrir fram hvaða skref eða hvaða ákvörðun færir lukkuna þér í vil á vogaskálum lífsins. Sérhvert aukaskref eða ákvörðun leggst á vogaskálar lífsins, hvoru megin er algjörlega undir okkur sjálfum komið.

Taktu djarfar ákvarðanir í dag!

 

Bold moves


Breyttu heiminum-breyttu þér!

Allir hugsa um að breyta heiminum,
en enginn hugsar um að breyta sjálfum sér.- Leo Tolstoy

powerful_1


Gefðu þig undir hið ljúfa Ljós!

Því nærri sem þú gengur að spegli því nærri er spegilmynd þín ekki satt?

Eins má segja um Ljósið, því nærri sem þú dregur þig að Ljósinu, því nærra mun Ljósið vera.
Þegar þú setur Ljósið í fyrsta sætið, þá mun Ljósið setja þig í fyrsta sæti.

Í dag leyfðu Ljósinu að taka sér stað í lífi þínu sem uppspretta alls þess góða sem þú vilt gefa og draga að þér. 

 


Segðu satt!

Það er mun auðveldara að segja fólki það sem það vill heyra í stað þess að segja sannleikann.

Enn vittu til að þér mun líða mun betur með sjálfan þig þegar þú ert heiðarleg(ur).´

Í dag, hafðu hugrekki til að segja hvað þér liggur á hjarta.

Því erfiðara sem það kann að vera því betur mun þér líða á eftir.

 

 


Láttu slag standa!

 Sérhver stund sem líður hjá kemur ekki til baka. Allt það sem við ætluðum að gera en gerðum ekki er glatað tækifæri sem getur aldrei orðið eins og það hefði geta orðið. Ef við horfum á hlutina með þessum hætti þá getur þetta verið gríðarleg hvatning sem fær mann til að framkvæma og gera í stað þess að hika og missa af.

Í dag er dagurinn! Stökktu á eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. Taktu áhættu. Lífið líður of hratt hjá!

 

 taktu áhættu


Stöðug endurspilun

Þú hefur augu, enn hvað er það sem þú sérð í raun og veru? Í amstri dagsins förum við gengum sömu rútínuna, göngum yfir sömu göturnar og hittum sama fólkið og líf okkar verður eins og bíó mynd sem er föst á endurspilun og við hægt og hljóðlega verðum ónæm fyrir fegurðinni í kringum okkur og hættum að njóta allra þeirra góðu gjafa sem eru færðar í veg okkar á hverjum degi.

Í dag, taktu þér tíma til að staldra við og horfa og skynja hvað er í raun og veru í kringum þig. Opnaðu augun þín fyrir stærri sýn og veruleika.

endurspilun

 

 


Draumar rætast!

Ástæðan að við finnum okkur stundum föst í sömu sporunum er vegna þess að við óskum eftir svo litlu. Þegar við eldumst þá verðum við varkár og förum alltaf öruggustu leiðina. Við gleymum að láta okkur dreyma.
Manneskja er ekki manneskja ef hún á sér ekki drauma.  Það er einmitt það sem gerir okkur frábrugðin. Láta dýrin sér dreyma um eignast fallegt hús, eða hitta sálufélaga sinn eða færa ljós inní heiminn?

Í dag, ímyndaðu þér að þú hafir töfrasprota sem lætur óskir þínar rætast, hvað er það sem þú þráir. Sjáðu það fyrir þér, upplifðu það og leyfðu því að gerast. Gerðu þrár þínar kunnar. Draumar þeir rætast. Ég sé það á hverjum degi.

dreams_default

 


Næsta stoppistöð Paradís.

Á ferðalagi okkar til paradísar þá þurfum við stundum að fara í gegnum dimma dali.  Að ganga uppréttur útúr dimmum dal er leiðin að þeim dyrum sem munu færa þér fullnægju og uppfyllingu.

Í dag þá getur þú verið viss um að þeir erfiðleikar sem þú ert að fara í gegnum er leiðin sem mun færa þér eitthvað betra í skaut og sú blessun er rétt handan við hornið.

 

paradis


Lifðu núna!!

Lifðu núna!Þegar við fæðumst inní þennan heim þá vitum við ekki hversu langur tími okkur er gefinn. Þess vegna er það okkur mikilvægt að sóa ekki þeim tíma sem við höfum á þessu lífsskeiði, Þú veist aldrei hversu mikinn tíma þú hefur. Því skaltu lifa lífinu hvern dag eins og væri sá síðasti.

Í dag er rétti tíminn, ekki hika! 

Lifðu lífinu lifandi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband