Hvernig verð ég hamingjusamur?
19.11.2009 | 15:11
Í flestum tilvikum í lífi okkar er hamingja okkar afleiðing af einhverju eða einhvers sem kemur fyrir okkur á lífsleiðinni. Við látum hluti eða annað fólk verða orsökin eða ástæðan fyrir okkar hamingju. Sönn hamingja hefur engin orsök eða ástæður, hamingjan er þitt val. Í dag finndu í það minnsta eina ástæðu til að vera hamingjusamur eða hamingjusöm. Og einbeittu þér að þeirri ástæðu yfir daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver ertu?
18.11.2009 | 20:58
Hver er ég?
Þetta er sú spurning sem hefur brunnið á vörum allra á einhverjum tímapunkti í lífi hvers og eins.
Sumir byggja sitt öryggi og líf á hlutum, reynir að passa inní einhver form sem hafa verið ákveðin af einhverjum öðrum, við viljum öðlast virðingu, völd, frægð og frama, þekkingu.
Sumir byggja sitt einkenni og líf á slíkum hlutum til að geta fótað sig og skilgreint sig persónu.
Hvað með ef einhver tæki frá þér allar þínar eignir, þurrkaði út menntun þína, þinn auð, frægð og frama og gerði þig valda lausan. Hvað væri það sem stæði eftir?
Það sem stæði eftir er þinn innsti kjarni, það sem þú ert í raun.
Því sterkari tengsl sem þú hefur við þinn innsta kjarna því betra.
Bloggar | Breytt 21.10.2012 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upp um eitt þrep!
6.8.2009 | 22:56
Sannur leiðbeinandi/kennari er ekki sá predikar og skipar þér fyrir hvað þú átt að gera. Sambandið á milli leiðbeinanda/kennara og þess sem nemur er ekki að öðlast visku - við getum fundið visku allt í kringum okkur. Leiðbeinandi/kennari er sá sem veitir okkur innblástur til að breytast, sá sem viðheldur þrá okkar brennandi til að leggja okkar að mörkum til heimsins.
Í dag, leitaðu til leiðbeinda/kennara þíns, eða þeirra sem hafa stutt mest við bakið á þér. Og spurðu þá um einn hlut sem hjálpar þér að ná upp á næsta þrep.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Taktu völdin aftur í þínar hendur!
5.8.2009 | 22:17
Í dag, taktu völdin yfir þeim sviðum lífs þíns sem þú hafðir gefið öðrum vald yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lærðu að þekkja mig.
24.7.2009 | 16:45
Hlustar þú á fólk bara í þeirri von að það þagni fyrir rest, eða hlustar þú með einlægri þrá til að aðstoða, og væntir einskins til baka?
Í dag, lærðu að þekkja einhvern sem þú "heldur" að þú þekkir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finndu sjálfan þig!
26.3.2009 | 15:57
Skilningur þinn og meðvitund á lífinu og á því hver þú ert fer algjörlega eftir því hversu djúpt þú vilt kafa og hversu mikið þú vilt setja undir smásjá og draga fram í ljósið. Ef þú kannar aðeins yfirborðið á öllum hlutum þá kann að virðast að mikil óreiða ráði ríkjum. Þér gæti fundist lífið tilviljunarkennt og kaos,óreiða kann að sýnast sá veruleiki sem blasir við þér.
En þrátt fyrir að þér finnist þetta vera veruleikin þá býrð þú yfir krafti sem gerir þér kleyft að sjá í gegnum óðreiðuna. Ef þú aðeins rýnir nógu lengi, þá byrjar þú að sjá skipulag á bak við óreiðuna. Fegurðina og Galdurinn.
Ekki trúa mér eða því sem ég segi í dag, leitaðu og sjáðu sjálfur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The Opus
2.3.2009 | 22:17
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þyrnir í síðu!
24.2.2009 | 00:07
Sál okkar er á stöðugu ferðalagi í gegnum mörg lífsskeið í þeim tilgangi að læra og þroskast og leiðrétta það sem miður hefur farið áður. Á þessu ferðalagi eru margir sem verða á vegi okkar og einn flokkurinn sem á eftir að verða á veginum er erfiða fólkið sem fer í þínar fínustu taugar og er eins og þyrnir sem stingur þig í hvert skipti sem þú ert nálægt þeim og þín ósk er sú það sé sem lengst í burtu frá þér. En vertu viss um eitt að jafnvel leiðilega og erfiða fólkið er sent í þinn veg í þeim tilgangi að hjálpa þér að klára þetta ferðalag sem sálin er á. Sem þýðir með öðrum orðum, að í hvert skipti sem eitthvað ögrandi og krefjandi verður á vegi þínum þá er tilgangurinn sá að styrkja þig og til að hjálpa þér að vaxa og til að kenna þér eitthvað.
Leiðinlegi gaurinn í vinnunni sem að þú óskar þér svo innilega að verði færður í aðra deild, eða erfiða tengdamamman, jafnvel þetta fólk hefur hlutverk og tilgang í þínu lífi.
Sérhver sá einstaklingur sem verður á vegi þínum, allt frá móður, föður, leigusala, vinnuveitanda eru þarna til að hjálpa þér að læra og þroskast.
í dag, breyttu þá hugarfari þín varðandi "leiðinlega fólkið." Í stað þessa að forðast það, eða hata það, Spurðu, "hvað eru þau að kenna mér?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fylgdu eiginn sannfæringu!
10.2.2009 | 14:53
Kabbalah kennir okkur það að sálin okkar veit ávallt hvað hið sanna og rétta er: gæti verið sálufélaginn eða hvað skuli panta í hádegismatinn. En við eigum það til að tínast í okkar eigin hugsunum og flækja hlutina meira en þeir ættu að vera.
Í dag, hafðu það einfalt. Gerðu og segðu það fyrsta sem þér kemur í hug. Það eru yfirleitt réttu ákvarðanirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ekki missa marks!
29.1.2009 | 13:55
Að ganga hin andlega veg getur orðið aukahlutur eða aukaatriði þegar gangan er orðin að vana. Við verðum að velja að ganga hin andlega veg aftur og aftur og skerpa okkur á hverjum degi svo að við festumst ekki í viðjum vanans, þá verður ganga okkar skyndilega að trúarbrögðum, en ekki andleg þroskaganga. Ef við töpum meðvitund okkar og fókus þá missir gangan marks og þú festist í sömu sporunum og hættir að þroskast.
Í dag, nálgastu lærdóm þinn og leit þinni á ferskan og nýjan hátt. Gerir þú þetta þá munt þú finna glænýtt kraftaverk líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)