Færsluflokkur: Bloggar
Jafnvægi!
1.5.2008 | 12:22
Allir eru að leita að jafnvægi ekki satt? Bankareikning sem er í jafnvægi, jafnvægi í samskiptum okkar við annað fólk, jafnvægi á milli vinnu og leiks. Jafnvægi.
En flest okkar eru í ójafnvægi að einhverju leiti, er það ekki? Við tökum of mikið og gefum of lítið, við étum eins og svín, vikur, mánuði og jafnvel ár og förum svo í skyndiátak og ætlumst til að fá skyndilausn hér og nú sem gengur yfirleitt ekki eftir og aftur byrjar sama hringrás. Við erum kuldaleg og lokuð eina mínútuna, opin og viðkvæm hina. Það er ekki furða að heimurinn sé eins og hann er við erum svo útúr kortinu. Ef þú hefur ekki heyrt um þessa kabbalisku kennslu nú þegar, leyf mér þá að vera sá fyrsti til að segja þér að : mannkynið er miðpunktur alheimsins. Það sem við köstum fram í alheiminn er það sem hann mun senda til baka.
Í dag leitaðu jafnvægis. Reyndu að finna út hvar þú hefur farið langt útaf veginum í tengslum við þína hegðun. Kannski hefur þú verið sérstaklega lokuð, lokaður og niðurlút(ur) nýlega, finndu leið til að lyfta þér upp og drífðu þig út á meðal fólksins. Kannski hefur þú verið dyramotta fyrir hvern þann sem hefur komið inní líf þitt, svo æfðu þig í því að meðtaka til tilbreytingar. En kannski ert þú bara fullkomin(n) ef svo er þá vildi ég gjarnan vita hvert leyndarmálið er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sama súpan - Önnur skeið!
21.4.2008 | 01:55
Rétt eins og sálin nærir líkamann, þá nærir Ljósið eins heiminn, líkaminn lifir ekki án sálar, og heimurinn lifir ekki án Ljóssins. Ljóskraftur Skaparans er í öllum hlutum ávalt, andar lífi stöðuglega í lungu okkar.
Þegar verktakinn hefur lokið að byggja hús, þá tekur næsta verkefni við. Þegar Ljósið skapaði okkur, þá staldraði það við og heldur stöðuglega áfram að byggja okkur upp, dag og nótt.
Stundum föllum við í þá gryfju að hugsa "enn einn dagurinn, enn ein krónan að vinna fyrir," "sama súpan, bara önnur skeið." En einmitt það er blekking, gildra. Þetta er bragð sem andstæðingurinn fær okkur til að sóa stundum í okkar lífi.
Í dag, vertu þá þakklát(ur) að þú sitir hér og lest þessi orð. Þakklát(ur) fyrir þá staðreynd að þú færð annan dag til að lifa og brenna fituna utan af sál þinni. Þakklát(ur) fyrir það fólk sem kemur inní þitt líf - það góða og líka það slæma. Þakklæti, þakklæti þakklæti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hlýddu á!
1.4.2008 | 19:15
Ég held að við höfum flest verið sek af því að hlusta með hálfum hug og littlum áhuga þegar einhver vill deila einhverju með þér bæði jákvæðu og neikvæðu.
Málið er nefnilega að við heyrum ekki betur en við hlustum. Þegar við hlustum með þrá og meðvitund um að deila af sér og með, þá getum við fundið mikla ánægju og visku í nánast hverju hljóði sem við hlustum á.
Eins og Rav Berg forsprakki The Kabbalah Center sagði eitt sinn.
"þetta er ástæðan fyrir því að vitur maður getur hlustað á orð kjánans og fundið visku í því sem hann segir, enn sá sem kann að vera með greindarvísitölu snillings enn verið knúinn að því að meðtaka aðeins fyrir sjálfan sig (egóið) getur setið við fætur snillings eða andlegs meistara og ekki skilið eitt orð."
Vertu með vitaður um hvar hugur þinn er í dag. Þegar einhver vill deila einhverju með þér, t.d. Þegar kona þín er að segja þér frá erfiðum degi, eða viðskiptavinur þinn hringir inn og kvartar yfir rangri afgreiðslu sinna mála eða barnið þitt spyr þig í 10 skiptið af hverju er himininn blár.
Hvar er hugur þinn og meðvitund er þegar einhver vill ræða við þig. Ertu með hugann við hvað sé best fyrir þann sem þú hlýðir á - eða er hugurinn einhverstaðar annarstaðar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað leynist í kolli þínum?
12.3.2008 | 13:32
Hvað er það sem leynist á bak við gjörðir þínar og viðmót?
Hvers eðlis er sú orka sem er á bak við það þú hugsar og gerir?
Hver er kjarni hegðunar þinnar?
Svarið er meðvitund, eins og í, hugsunum þínum og þrám, í þínu trúarlega kerfi - linsan sem þú sérð heiminn með. Það sem gengur á í kolli þínum litar hvað þú gerir og hvernig þú gerir það.
Líttu þér nær í dag um leið og þú tekst á við dagsins amstur. Taktu eftir hverju þú ert að hlaupa eftir og kannaðu hvort þú takir ekki eftir mismunandi meðvitund á bak við þeim hlutum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað viltu fá útúr lífinu?
5.3.2008 | 18:02
Þú munt öðlast meira ef þú þráir meira.
Ég verð stundum undrandi á hversu smátt - hversu takmarkað okkar hugsun getur verið. Þegar einhver spyr okkur, hvað er það sem þú vilt helst fá af því sem í boði er í alheiminum, þá er það oft svo að við nefnum aðeins litla hluti, bara þetta eða hitt.
Við takmörkum okkur sjálf jafnvel án þess að gera okkur grein fyrir því! Okkar eftirvænting og þrá er kerið eða móttakari fyrir Ljósið. Lífið vill veita okkur allt sem við þráum, en við búum til svo lítil ker sem getur engan veginn meðtekið allt það sem er í boði fyrir okkur.
Hvað myndi gerast ef þú hættir að miða þig við einhver mörk fyrir gnægtir í þitt líf?
Ekki seinna en í dag er tíminn til að uppfæra í stærra ker til að meðtaka meira með því að játa fyrir sjálfum þér hvað veitir þér í raun sanna lífsfyllingu. Settu saman lista á blað eða í huganum, (mæli með að setja það á blað) yfir allt það sem hugsanlega vilt sjá og fá inní þitt líf sem myndi færa þér fyllingu og öryggiskennd.
Hvað viltu fá útúr lífinu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hefur þú trú á sjálfum þér?
27.2.2008 | 23:29
Samkvæmt bók dýrðarinnar The Zohar, þá er stærsta og hættulegasta orrustusvæðið í huga okkar. Hver er óvinurinn? Okkar eigin efi. Efasemdir um peninga, efasemdir um hamingju, efasemdir um okkar eigin verðleika.
Stígðu fram og segðu þessum neikvæðu hugsunum stríð á hendur. Þitt sterkasta vopn er skýr hugsun og skýr sýn, að vita með fullvissu að ef Ljósið hafði fyrir því að færa þig inní þennan heim, þá hlýtur þú að vera að gera eitthvað rétt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er það sem hindrar þína hamingju?
25.2.2008 | 21:11
Algengasta örsökin er og verður líklega alltaf öfund.
Ertu upptekin(n) af því að þrá það sem aðrir hafa og eiga? Hlutir sem þessir eru helsta ástæðan fyrir því að við færum athygli okkar frá því að vera þakklát fyrir alla þá dásamlegu hluti sem við eigum nú þegar, sem síðan endar með því að þú uppskerð tilfinningu skorts og ófullnægju.
Í dag, lærðu að vera þakklát(ur) með því að ímynda þér hvernig það yrði ef allt sem þú átt í dag yrði skyndilega tekið frá þér, t.d. vinirnir, hæfileikar, eiginleikar þínir. Í hvert sinn sem þú finnur þörf fyrir að lýta öfundaraugum yfir þeim sem eru í sviðsljósi dagblaðana, eða yfir nýja flotta bílnum sem nágranninn var að fá sér, hvað sem það kann að vera sem fær þig til að fyllast öfund, taktu sjálfan þig þá taki og dragðu athygli þína aftur að þínu lífi, opnaðu augun og vaknaðu af svefni og líttu í kringum þig. Hvað ef allt það sem þú hefur í kringum þig og þú átt væri skyndilega farið, hversu mikið myndir þú sakna þeirra og horfa á eftir því með eftirsjá?
Bloggar | Breytt 26.2.2008 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jákvætt fólk!
23.2.2008 | 11:58
Rav Ashlag einn af meisturum Kabbalah og brautryðjandi fyrir því að opna þessa visku fyrir öllum, kenndi það að ef þú raðar í kringum þig fólk með stóra drauma og þrár fyrir vexti og breytingum þá mun Ljósið hjálpa þér að fara fram úr þinni eigin takmörkuðu þrá. Til að dreyma stórt þarf að hugsa stórt og þá er gott að umgangast fólk sem er með stærri drauma en manns eigin því að þá munum við stækka okkar ker og drauma og fara fram úr okkar eigin væntingum.
Í dag er kjörin dagur til skoða hvaða fólk þú hefur raðað í kringum þig. Er það að hjálpa þér að vaxa, eða er það að draga úr vexti þínum? Hvað getur þú gert í því að hafa ávallt fólk í kringum þig sem er jákvætt og andlegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinur eða óvinur??
19.2.2008 | 20:49
Allir sem snerta okkar líf á einn eða annan hátt eru sendir til að hjálpa okkur í að leiðrétta okkar líf og færa okkur nær Ljósinu. Jafnvel líka það fólk sem kann að hata okkur: fyrrverandi maki, afbrýðissamur vinnufélagi, nágranninn sem býr fyrir neðan þig og gerir allt vitlaust, fyrrverandi vinir sem voru ekki sammála þér og þú lokaðir á þá í framhaldi. Sérhver einstaklingur sem á leið inní okkar líf er þar til að vekja upp næsta svið sem við þurfum að takast á við í okkar leiðréttingar ferli.
Það er ekki þar með sagt að við munum ekki bregðast við þessu fólki. Við getum ekki alltaf boðið hina kinnina og brosað þegar einhver hefur löðrungað þig eða komið illa fram við þig. En ef við horfum á stóru myndina og horfum á kringumstæðurnar úr fjarlægð, þá getum við séð að allir þeir sem eru í okkar lífi eru þarna til að kenna okkur.
Í dag, þegar þú átt við óþægilegt fólk - sérstaklega þá sem hafa bitið þig stórum bita - segðu þá í hljóði,"þakka þér fyrir." Og minnstu þess að þau eru þarna til að hjálpa þér að opna nýjar dyr í þinni leiðréttingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
waiting on a friend.
16.2.2008 | 16:28
Þótt að ég hafi ávallt þótt Bítlarnir góðir þá er ég meiri Stones maður og í ljósi þess að í síðustu færslu setti ég bítlalag við færsluna þá verð ég að gæta jafnvægis og setja hér með Stones, njótið vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)