Færsluflokkur: Bloggar

Allt sem til þarf er ást.

Af hverju reynist okkur svo erfitt að segja ég elska þig?  Þá er ég ekki að tala um elskhuga okkar, heldur við vini, foreldra, kennara.  Af hverju er svo erfitt að láta þessa fimm litlu stafi e-l-s-k-a hljóma úr okkar munni? 

Er það ekki dásamleg gjöf til að gefa einhverjum, ást og kærleik.  Hugsaðu um hversu vel þér líður þegar einhver segir, ég elska þig.  Oft á tíðum þá erum við að strögglast og þrjóskast við einhvern úr fjölskyldunni, eða erum kuldaleg við vin, það að segja ég elska þig er allt það sem til þarf til að fjarlægja það myrkur sem hefur sest yfir líkt og þoka.  Við deilum og þrætum og reynum að skilgreina hver hefur rétt eða rangt fyrir sér þegar eina sem til þarf er lítil hljómur ómi úr röddu þinni, ég elska þig!
 
Hvern elskar þú og metur mikils, en er samt hrædd(ur) að láta vita hvernig þér líður innanbrjóst?  Vertu djörf eða djarfur og láttu slag standa og segðu hvað þér finnst um viðkomandi.  Opnaðu huga þinn og hjarta og segðu með röddu þinni, ÉG ELSKA ÞIG!



Ekki vera feimin við að spyrja!

spurðuLjósið vill fá að vera hluti af lífi þínu að flæða inní líf þitt og fylla öll dökk skúmaskot af ljósi.  En það er einn hængur á, þú verður að bjóða ljósinu inn.  Það getur þú gert með því að óska eftir aðstoð.  Þú þarft ekki að vera sprenglærður kabbalisti til að eiga samskipti við Ljósið.  Ljósið stendur á sama hvort þú segir öll réttu orðin- allt sem þú þarft að gera er að leita Ljósins.

Við getum séð fyrir okkur ungabarn sem talar sín fyrstu orð til sinna foreldra.  Jafnvel þótt að barnið sé ekki búið að ná fullum tökum á talinu þá fyllast foreldrarnir stolti og gleði þegar barnið biður um eitthvað.  Mundu að Skaparinn skapaði okkur svo að við gætum lifað uppfylltu lífi.  Við verðum að byrja að taka eitt lítið barnaspor.

Í dag, tjáðu þig við Ljósið.  Segðu Ljósinu hvað þér liggur á hjarta, hvað sé að angra þig.  Talaðu út þinn hug og hjarta og óskaðu eftir táknum eða staðfestingum, og handleiðslu.  Lærðu að spyrja hvernig þú getur tekið þín fyrstu skref í því að meðtaka að ofan.


3D Dialogue: Kabbalah


Hvaða mynd er í framleiðslu hjá þér?

Allir þeir sem hafa tekið upp á því að stunda Kabbalah vita það að hugsanir okkar móta það sem við upplifum sem raunveruleika rétt eins og raunveruleikinn getur mótað okkar hugsanir.  Enn málið er að við erum miklu meira en áhorfendur að raunveruleikanum, við erum skaparar.

Það erum við sem erum framleiðendur og leikstjórar yfir okkar eigin mynd (lífi) þeirri sömu og þar sem við sjálf erum í aðalhlutverkinu.

Hvaða mynd er í framleiðslu hjá þér?  Ástarmynd?  Gamanmynd?  Dramamynd?  Hryllingsmynd?
 
Mundu þú ert leikstjórinn í þinni mynd.

þín mynd


Hvar býr Guð?

Eitt sinn spurði kennari nemendur sína, " Hvar býr Guð?"  Og nemendurnir svöruðu snögglega, " Guð býr allstaðar."  En kennarinn tók þeirra svar ekki gilt.  Og leiðrétti, " Guð býr hvar sem maðurinn hleypur honum að."

Hvar býr guð

Ljósið skapaði þig til að geta deilt með þér.  Í öðrum orðum, þú ert elskaður/elskuð.  Og allt sem þú þarft að gera er að opna dyr að hjarta þínu, hugsa um aðra og eiga við þá hluti sem kunna að vera óþægilegir.  Það er ekki raun of mikið til ætlast af okkur eða hvað?  Ég veit að það auðveldar sagt en gert en það er það besta sem við getum gert.

í dag, gefðu smá ást og hleyptu Ljósinu inn.


Hvað segir Kabbalah um þunglyndi?

Þunglyndi er í raun aðeins skortur af Ljósi.  Ef þú gengur inní myrkvað herbergi, þá kvartar þú ekki eða fríkar út af áhyggjum.  Þú einfaldlega teygir þig í ljósrofann og kveikir og viti menn allt myrkrið hverfur eins og dögg fyrir sólu.  Það að deila lífi okkar og gefa af okkur til annarra það er okkar ljósrofi.

ljósrofi

Já, þannig er nú það!

Í dag, gakktu inni í daginn og deildu lífi þínu með öðrum.  Legðu einhverjum hjálparhönd, t.d. einhvern sem er í verri aðstöðu en þú.  Þegar þú gefur af þér þá dregur þú Ljós inní sálu þína.  Og Ljósið fjarlægir allt það myrkur og þunga sem þú kannt að finna fyrir.


Í sérhverju skýi er hulið gull!

Í hvert sinn sem þú ratar í erfiðar kringumstæður, vertu þá viss um að þær voru sendar í þinn veg til að hjálpa þér að vaxa.  En því miður þá ýtum við alltof oft óþægilegum hlutum frá okkur.

Segjum sem svo að þú sért að glíma við fjárhagslega erfiðleika og Guð kæmi til þín og sagði að hann myndi gefa þér sjö milljónir króna í hvert skipti sem einhver særði þig eða reitti þig til reiði en skilyrðin væru sú að hann myndi sjá um allar þínar þarfir en þú mættir ekki bregðast við þegar einhver særði þig, þú mættir ekki taka neinu persónulega heldur þyrftir að sleppa takinu af öllum slíkum tilfinningum. 

Hvað væri þá á huga þínum alla daga?  Þú myndir biðja Guð um að senda allt það fólk sem gæti hugsanlega sært þig, þú myndir vakna upp hvern morgun og hugsa um hvar finn ég þá sem eru erfiðir í samskiptum og dónalegir?
 
Staðreyndin er sú að þegar þú lifir lífi þínu með þessu hugarfari, þá munt þú öðlast það sem er miklu verðmætara en sjö milljónir króna.  Þú meðtekur Ljósið, sem felur í sér allt það sem þú þarft, þar á meðal fjárhagslegt öryggi, hamingju, góða heilsu og sátt og frið í sálu. 

Í dag umfaðmaðu allt það sem kann að vera erfitt og óþægilegt.  Sjáðu gullið sem er hulið í hverju dökku skýi.
 


Ekki gleyma hver elskar þig!

Hérna er eitthvað til að hugsa um: Ljósið elskar þig! 

hver elskar þigEf ljós Skaparans er of framandi fyrir þig, settu þá hlutina í einfaldara samhengi.  Sjáðu fyrir þér ótakmarkaða ást og umhyggju foreldra fyrir barni eða börnum sínum.  Með sama hætti elskar Skaparinn okkur og ber umhyggju fyrir okkur.  Það lítur kannski alltaf þannig út í huga okkar, en ef þér finnst að sambandið hafi slitnað þá eru skilningarvitin fimm að blekkja þig.  Ef við stígum útfyrir hin fimm skilningarvit þá er kærleikurinn og ástin til staðar, ekkert nema ást.

Og ef Ljósið ( Skaparinn) elskar þig - og hefur trú á þér - hvernig getur þú þá í raun efast um sjálfa(nn) þig? 
Mundu hver þú ert í raun í dag.  Og aldrei gleyma hver elskar þig.


Hin bönnuðu handrit biblíunnar!

I gegnum tíðina hafa margir velt fyrir sér afhverju þau handrit sem í biblíunni eru voru valin og afhverju voru mörg mikilvæg trúarhandrit hafnað.  Hver var það sem ákvað hvaða handrit voru þau réttu og hver voru röng. Slíkar umræður hafa reglulega komið upp þegar nefndir og ráð eru að velja hvað sé rétt og hvað sé rangt fyrir fólkið og nýlega komu upp deilur um nýja þýðingu á biblíunni þar sem sumir segja frábært en aðrir guðlast. Langaði að setja hérna fram heimildarmynd sem veitir skemmtilega sýn á afhverju mörg miklvæg trúarleghandrit var hafnað af ráði Constantine keisara sem var heiðinn rómarkeisari sem valdi biskupa eða trúarleiðtoga síns tíma til að ákveða hvað væri af guði og hvað ekki og velja þau handrit sem við þekkjum sem biblían í dag.


Loftaðu út!

loftaðu útEf þú vilt vita hvernig líf þitt lítur út, kannaðu þá hugsanir þínar.  Ef þér líkar ekki það sem þú sérð, breyttu því þá með því að skipta um hugarfar.

Flest okkar eru föst í hugsunarmynstri ótta, vonbrigða, reiði, og eftirsjá.  Við endurvinnum sömu hauga hugsunina aftur og aftur.  Það er svolítið kæfandi eftir smá tíma, ekki satt? 

Í dag, opnaðu glugga huga þíns og loftaðu út, leyfðu ferskum blæ leika um huga þinn.  Stingdu höfði þínu út um gluggann og sjáðu allt fólkið þarna úti.  Kannski hugsanlegir vinir?  Farðu til þeirra og talaðu við þau.  Leitaðu eftir aðstoð óskast skiltinu, nýjum tækifærum, gæti verið hugsanlegur nýr starfsframi, gangtu inn og leggðu inn umsókn.

Sjáðu nýtt verða til, leyfðu, gleði og jákvæðum hugsunum að taka yfir til tilbreytingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband