Heildarmyndin

Í leit minni að hinum stóra sannleik hefur margt orðið á vegi mínum bæði fróðleikur sem hefur komið mér á óvart og umbreytt hugsun minni og hvernig ég horfi á hluti í dag, þetta gat bæði reynst erfitt enn líka gríðarlega frelsandi. Ég lærði það fljótt að það er nauðsynlegt að vera með opin huga og nálgast hluti eins og vísindamaður sem leitar að staðreyndum og leyfir sér að efast þar til að efanum er eitt með fullvissu. Það að efast sérstalega í hinu andlega svo sem trúarbrögðum hefur lengi þótt bannorð,en hugsið ykkur það ef ekki væru efasemdarmenn þá væri algjör stöðnun og því segi ég að við eigum að efast um allt og ef einhver segir við þig þetta er það eina rétta þá er gott að hafa góðráð kabbalista í huga sem fer á þessa leið Ekki trúa mér! Þú verður að sannfærast um allt, og sannfæring kemur með fullvissu sem þýðir í raun að ef ég geri þetta þá verður útkoman svona.
Það er mín sannfæring að ef manneskja hefur hungur og þyrstir í að vita meira um upprunna sinn og hvaða tilgangi það hefur að þjóna sem brot af stærri heildarmynd. Það er mín sannfæring að til að komast að öðlast æðri skilning þá er það okkur nauðsynlegt að horfa á allt sem eina heild, við erum spegilmynd af hvort öðru og allt sem við gerum bæði gott og slæmt hefur áhrif á heildina. Og það besta sem við getum gert er að læra leikreglurnar og framkvæma hluti meðvituð um hvaða áhrif okkar gjörðir koma til með að hafa, í raun þurfum við líka að leiðrétta það sem við höfum gert rangt áður, og koma þannig aftur á jafnvægi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband