Með sól í hjarta : )
1.3.2007 | 15:10
Það kemur yfir mann góð tilfinning þegar sólin fer að láta bera meira og meira á sér og minna okkur á að sumarið nálgast nær og nær og ekki er laust við að tilhlökkun fæðist fram hjá manni eftir að grasið fari að grænka og tréin klæðist laufum á ný og allt verður svo lifandi og fallegt.
Ísland er yndislegt land þótt stundum gleymi maður kostum þess í svartasta skammdeginu en þegar vetur konungur ræður ríkjum þá er nauðsynlegt að hafa sól í hjarta til að lýsa upp skammdegið og færa ljós inní líf annara og gefa af sér þá verður lífið svo miklu skemmtilegra.
Eins og meistari Megas orðaði þetta svo skemmtilega: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.
Kveðja,
Sólargeislinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.