Þorum við að spyrja?

Ég heyrði einu sinni sagt að sannleikurinn setur þig frjálsan, en hvernig ratar sannleikur á veg okkar? Jú með því að spyrja og leita svara og reyna að skilja og upplýsast, já þetta virkar svona.  Þegar við komust á þann stað að við viljum skilja þá getur fyrst ákveðin sannleikur sett þig frjálsan því nú skilur þú það sem var áður að angra þig.  En hvernig stendur þá á því að ákveðin hópur manna þorir aldrei að spyrja eða efast eða hvað með að mynda sér skoðun, getur verið að það er ef til vill hrætt um hvað það myndi finna?  Gott dæmi um þetta eru trúarhópar sem eiga það til að afgreiða hluti bara með skoðun og jafnvel setja hin margfrægu fordómagleraugu upp sem hafa þau áhrif að fólk blindast og rökin eru mér bara finnst þetta,  eða þetta stendur í biblíunni og málið er afgreitt án þess að það séu rök og staðreyndir til að bakka þá skoðun upp. Til dæmis er ágætis dæmi með fréttina um gröf Jesú þá eru sjálfkrafa viðbrögð trúarhópa þetta getur ekki staðist ég neita að trúa og gerir jafnvel ekkert í því að leita sér upplýsinga til að mynda sér skoðun byggða á rökum. Til dæmis í fréttinni þá er talað um að Jesú Jósefsson nafnið hafið verið mjög algengt á þessum tíma en hið sanna er að það hafa aðeins fundist tveir með þetta nafn frá þessum tíma, og eins að aðrir fjölskyldumeðlimir þeir sömu og um er getið í Biblíunni eru líka í grafhvelfingunni að það er ansi sterk rök og eflaust myndu margir sagnfræðingar vera sammála mér um það, ef þetta hefði verið einhver önnur söguþekkt persóna sem hefði fundist þá væri enginn sem myndi véfengja það.

Ég hef oft velt fyrir mér hvað valdi þessu að fólk hegði sér með þessum hætti og það eina sem niðurstaðan sem ég hef komist að er sú að fólk er hrætt við sannleikann og vill ekki rugga bátnum, en staðreyndin er sú að ekki verður nein framþróun í lífi hvers og eins nema að maður þori að spyrja og hafi vilja til að skilja. Bara smá pæling ekki tilgangur að særa neinn enn þetta hefur oft vafst um fyrir mér.

Þorum að spyrja! því annars fáum við engin svör.

Hér er linkur þar sem koma fram ýmsar upplýsingar um heimildarmyndina The lost tomb of Jesus

http://dsc.discovery.com/beyond/player.html?playerId=203711706&bclid=537085188 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband