Fasteignaverð á uppleið.
12.3.2007 | 17:18
Frá því að Kaupþing tilkynnti að þeir ætluðu að bjóða á ný 100% íbúðarlán fyrir þá sem eru að útskrifast úr háskólanámi að þá hefur Glitnir komið fram með nýjung sem er hljóðar þannig að lántaki getur fengið 90% lánað af markaðsverði eignar meðan aðrir miða við brunabótamat og lóðarmat, svona á þetta að vera virk samkeppni þar sem fyrirtækin þurfa að svara strax og koma fram með nýjungar og bættari kjör fyrir viðskiptavinina til að halda sér í framlínunni, mætti bara sjást víðar og ef það væri alvöru samkeppni á t.d. matvælamarkaði og hjá olíufélögunum þá myndi kjör hér batna gríðarlega.
Frá greiningardeild Kaupþings.
Greiningardeild Kaupþings segir svo virðast sem líf sé að færast í fasteignamarkaðinn og bendir á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið kipp um janúar og hækkað um 2,3 prósent á milli mánaða. Bendi allt til áframhaldandi hækkunar á fasteignaverði í febrúar, einkum á fjölbýli, að sögn deildarinnar.
Greiningardeildin bendir á nýjar verðbólgutölur Hagstofunnar máli sínu til stuðnings og segir aukna samkeppni á íbúðalánamarkaði hafa skilað sér í aukinni eftirspurn húsnæðis og þar með sett þrýsting á áframhaldandi hækkun fasteignaverðs á næstu misserum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.